Er tilgangur kraftaverkasögu sé að fá þig að trúa einhverjum yfirnáttúrulegum atburði? Sagan af Bartíumeusi blinda kallar án efa eftir svari við þessari spurningu. Það er einmitt guðspjall nk. sunnudags.

Þar sem organisti og kórfélagar verða í æfingabúðum í Skálholti munu hjónaleysin Hafsteinn Hjartarson og Lára Björg Grétarsdóttir syngja og spila í kirkjunni.

Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar. Þórdís Lúðvíksdóttir reiðir fram súpu með aðstoð fermingarforeldra. Jón „okkar“ Ísleifsson kemur með brauðið sem Sigurjónsbakarí gefur, líkt og hvern sunnudag.

Systa, Jóhnna María og Helga hafa umsjón með sunnudagaskólanum þar sem ávallt ríkir fjör og fræðsla.