Regnbogaraddir Keflavíkurkirkju

Keflavíkurkirkja býður uppá vikulegt söngstarf fyrir börn í 2.-6. bekk. Arnór Vilbergsson, organisti, og Freydís Kneif Kolbeinsdóttir, grunnskólakennari, hafa umsjón með barnakórsstarfinu sem ber yfirskriftina Regnbogaraddir Keflavíkurkirkju. Börnin syngja í fjölskyldumessum í kirkjunni.

Starfið fer fram á mánudögum kl. 18-19 í Kirkjulundi og hefst 7. september.

Kórgjald er 5000 kr. fyrir haustönn 2020.

Rafræna skráningu er hér að finna: https://keflavikurkirkja.skramur.is/input.php?id=7