Keflavíkurkirkja býður upp á vikulegt kórastarf fyrir börn í 2. – 5. bekk og 6. bekk og eldri. Arnór Vilbergsson og Freydis Kneif Kolbeinsdóttir hafa umsjón með starfinu. Kórgjald er 5000 kr. fyrir vorönn. Starfið fer fram í Kirkjulundi (gengið inn að framan) og hefst 14. og 15. janúar nk.

Starfið fer fram á eftirfarandi tímum:
Barnakór 2.-5. bekkur – mánudagar kl. 18 – 19
Unglingakór 6. bekkur og eldri – þriðjudagar kl. 18 – 19

Öll börn eru velkomin að koma og taka þátt í líflegu og spennandi söngstarfi.

Skráning er rafræn og er hér að finna:
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSek_utHJLu7atKdJbboY0lS06VyWIBEV1jUsxk5QqtaeaRUoA/viewform?usp=sf_link