“Auk oss trú” segir í guðspjalli sunnudagsins 27. janúar en þau orð verða til umræðu í sunnudagsmessu kl. 11.

Að vanda eru það félagar úr Kór Keflavíkurkirkju ásamt Arnóri organista sem opna helgihaldið með fallegum tónum. Systa, Jóhanna og Helga leiða sunnudagaskólabörn í Kirkjulund til gæðastundar sunnudagskólans. Guðrún Hákonardóttir og Stefán Jónsson eru messuþjónar. Þórdís Lúðvíksdóttir og fermingarforeldrar reiða fram súpu með brauði sem Sigurjónsbakarí gefur. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar. Verið ætíð velkomin.