adventuhatid

Ljósamessa og sunnudagaskóli kl. 11:00 – Ljósamessa þar sem fermingarbörn lesa ritningartexta sem tengjast aðventu og jólum og tendra ljós. Kór Keflavíkurkirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista. Prestur er sr. Eva Björk Valdimarsdóttir. Söngur, sögur og gleði í barnastarfinu. Umsjón Systa, Helga og Unnur. Samfélag, súpa og brauð í Kirkjulundi eftir messu.

Tímamótaaðventukvöld kl. 20:00 – Páll V. Bjarnason, arkitekt og Keflvíkingur, flytur hugleiðingu og Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir formaður sóknarnefndar flytur stutt ávarp í tilefni af því að framkvæmdum er lokið á kirkjuskipinu. Kórfélagar syngja hátíðlega jólasálma. Prestarnir
leiða stundina. Á eftir býður sóknarnefnd uppá kaffi og smákökur.