A öðrum sunnudegi í aðventu kl. 11 býður Keflavíkurkirkja uppá leiksýningu í kirkjunni. Leikhópurinn Lotta kemur með tvær ævintýrapersónur sem hafa dálæti af jólasögum og jólasöngvum.
Sunnudagskvöldið kl. 20 eru það Arnór og unga fólkið sem skipa hljómsveit er spilar undir söng hjá Elínu Snæbrá Bergsdóttur, Þorsteini Helga Kristjánssyni, Gígju Eyjólfsdóttur, Júlíusi Frey Guðmundssyni og Kór Keflavíkurkirkju. Arnar Geir Halldórsson leikur einleik á selló. Sr. Erla leiðir stundina.