Aðventustund og sunnudagaskóli 5. desember kl. 11

Er við kveikjum á Betlehemskertinu á öðrum sunnudegi í aðventu bjóðum við upp á lágstemmda stund í Keflavíkurkirkju. Arnór organisti leikur undir söng kórfélaga og sr. Erla leiðir stundina.

Sunnudagaskólaleiðtogar leiða stund í Kirkjulundi á sama tíma.

Megi aðventan snerta við og styrkja trú okkar.