Sunnudagurinn 8. desember kl. 11

Árlega jólaball Keflavíkurkirkju hefst með kertatendringu, bæn og söng í kirkjunni. Því næst er haldið í Kirkjulund þar sem hljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar leiðir söngva er dansað verður í kringum fagurskreytt jólatré. Heyrst hefur að skeggjaðir sveinar kíkja við og taka sporin. Kaffi og piparkökur í boði fyrir ykkur öll. Jóhanna og Jóhann eru messuþjónar

Sunnudagurinn 8. desember kl. 20

Kór Keflavíkurkirkju býður til innihaldsríkrar stundar í söng á dásamlegum jólaperlum og sálmum. Kórfélagar flytja einsöng. Arnór organisti er stjórnandi. Linda Gunnarsdóttir er messuþjónn og sr. Erla þjónar.