Sunnudagur 10. desember kl. 11

Árlegt jólaball Keflavíkurkirkju verður þennan annan sunnudag í aðventu. Stundin hefst í kirkjunni með kertatendringu, bæn og söng. Því næst verður haldið inní Kirkjulund og dansað í kringum jólatréð undir gleðilegum og hefðbundnum jólatréssöng í umsjón Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Heyrst hefur að skeggjaðir sveinar kíkja við og taka sporin. Kaffi og piparkökur í boði fyrir ykkur öll.

 

Sunnudagskvöld 10. desember kl. 20
Kór Keflavikurkirkju syngur hugljúf jólalög og sálma undir stjórn Arnórs organista. Guðmundur Brynjólfsson, Vogamaður, djákni og rithöfundur, flytur hugvekju með sínum skemmtilega og einlægna frásagnahætti. Sr. Fritz Már og Erla leiða stundina. Já, og aldrei kostar neitt inn á aðventukvöld í kirkjunni. Bara koma, hvíla og njóta.