Kæra samfélag

Keflavíkurkirkja og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafa í sameiginingu tekið ákvörðun um, í ljósi aukinna og fjölda smita, að aflýsa Allra heilagra messu nk. sunnudagskvöld kl. 20.

Þessi messa er áralangt samstarf Keflavíkurkirkju og HSS og hefur ávallt verið fjölmenn stund.

Þykir okkur leitt að þurfa að aflýsa í ár en biðjum ykkur um aðstoð við að deila þessari tilkynningu svo hún nái sem víðast.

 

Við minnum á að ávallt er hægt að leita til prestanna um sálgæslu og sorgarúrvinnslu og starfsfólk HSS  um upplýsingar og aðstoð.

 

Með kærleikskveðju

Starfsfólk Keflavíkurkirkju og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja