Starfsfólk á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja tekur þátt í allra heilagra messu í Keflavíkurkirkju kl. 14:00. Þar minnumst við látinna ástvina og hugleiðum lífið og endimörk þess. Kór Keflavíkurkirkju flytur verk úr þekktum sálumessum og að messunni lokinni býður starfsfólkið til samsætis í safnaðarheimilinu. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson.