Sunnudaginn 15. febrúar er mikið um dýrðir í aldargamalli Keflavíkurkirkju.

Kl. 11:00 er hátíðarsunnudagaskóli þar sem Kirkjukrúttið og Rebbi láta ljós sitt skína en leiðtogarnir, sr. Erla Guðmundsdóttir, Systa, Esther og Anna Hulda stýra dagskránni. Sérstakur heiðursgestur er enginn annar en Gói, úr Stundinni okkar. Að samveru lokinni er boðið upp á afmælisköku í tilefni dagsins.

Kl. 14:00 er hátíðarguðsþjónusta. Prestar kirkjunnar þjóna fyrir altari og sr. Skúli S. Ólafsson flytur kveðjupredikun en hann hefur verið valinn prestur við Neskirkju. Leikmenn úr starfi kirkjunnar lesa texta. Biskup Íslands flytur blessunarorð. Sjálfboðaliðar bjóða upp á veitingar að athöfn lokinni.