Áheyrnarprufur fyrir söngleikinn Líf og friður sem settur verður upp í Keflavíkurkirkju í maí 2015.
Óskum eftir börnum og ungmennum níu ára (í fjórða bekk) og eldri!
Þið sem hafið áhuga á því að leika, syngja eða taka með öðrum hætti þátt í uppfærslunni hafið samband við Arnór Vilbergsson, organista í Keflavíkurkirkju, arnor@keflavikurkirkja.is hann veitir allar frekari upplýsingar.
Áheyrnarprufur fara fram mánudaginn 2. febrúar.

Á myndinni má sjá söngleikinn Ljós um nótt sem Keflavíkurkirkjufólk setti upp á ljósanótt 2009 og hefur verið endurfluttur nokkrum sinnum síðan. Hann verður settur upp á aðventu 2015.