plagatNæsta sunnudag er æskulýðsdagur kirkjunnar. Þá verða tvær messur í Keflavíkurkirkju og kaffihús í Kirkjulundi þar sem við söfnum fyrir húsum fyrir munaðarlaus börn í Úganda.

Fjölskyldumessa verður klukkan 11:00. Þar munu fermingarbörn lesa bænir. Arnór, Systa, Erla, Eva og Helga leiða stundina og leynigestur mætir. Súpa og brauð verður að sjálfsögðu eftir messuna.

Æskulýðsmessa verður klukkan 20:00. Hljómsveitin Sálmari sér um tónlistina, Unnur Ýr Kristinsdóttir æskulýðsfulltrúi KFUM og KFUK á Suðurnesjum flytur hugleiðingu. Fermingarbörn lesa ritningarlestra og taka þátt í helgihaldinu. Eva og Erla leiða stundina.

Kaffihús í Kirkjulundi eftir messu klukkan 20:00. Boðið verður upp á kaffi, kakó og kökur og ætlum við að safna fyrir heimili fyrir munaðarlaus börn í Úganda.