Sunnudaginn 6. mars erVader Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar. Þann dag verður mikið um söng og gleði í Keflavíkurkirkju.

Fjölskylduguðsþjónusta verður kl. 11. Börnin í söng –og leiklistarstarfi kirkjunnar koma fram. Biblíusaga, brúður og mikill söngur. Súpa og brauð í boði. Umsjón hafa sunnudagaskólaleiðtogar, organisti og prestar.

Kvöldmessa kl.20. Sönghópurinn Vox Felix syngur undir stjórn organistans. Einnig mun eldri hópur í söng- og leiklistarstarfi kirkjunnar koma fram, sr. Eva Björk predikar út frá Star Wars.

 

Útvarpað verður frá Hljóðbylgju Suðurnesja fm.101.2