Næsta miðvikudag þ.2.október kl.20, verður Æðruleysismessa í Keflavíkurkirkju. Æðruleysismessur eru hugsaðar til þess að mæta vaxandi trúarþörf þeirra sem stunda 12 spora samtök. En þær eru samt opnar öllum sem vilja koma saman til að eiga nærandi, eflandi, styrkjandi og róandi kyrrðarstund í góðu samfélagi ♥

Séra Fritz Már leiðir stundina, Rafn Hlíðkvist sér um tónlistina og Guðbjörn Gunnarsson (Bubbi) mun deila með okkur reynslu sinni, styrk og vonum. Við hlökkum til að eiga stund með ykkur kæru vinir.