Verið hjartanlega velkomin í Æðruleysismessu á miðvikudagskvöldið þann 6. mars kl. 20. Steinunn Björg Ólafsdóttir færir okkur fallega tóna. Sr. Fritz Már leiðir stundina og félagi fræðir okkur um reynslu sína, styrk og vonir. Komum saman og njótum kyrrðar, tónlistar og góðrar stundar.