Miðvikudaginn 3.apríl kl.20 hefjum við Æðruleysismessur í Keflavíkurkirkju. Messurnar verða framvegis alltaf fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði kl.20. yfir vetrartímann. Æðruleysismessur hafa verið haldnar á Íslandi um langt árabil og nú ætlum við að gera þær að föstum lið hér í Keflavík. Messurnar eru í anda 12.sporasamtaka og miða að því að hjálpa okkur að tengjast Æðri mætti og fá betri sýn á lífið. Sr.Fritz Már mun leiða stundina, Rafn Hlíðkvist leiðir okkur í lofgjörð og söng. Félagi úr 12.sporasamtökum segir okkur frá reynslu sinni, styrk og vonum. Við hlökkum til að eiga með ykkur ljúfa og uppbyggjandi kvöldstund í tónum og tali. Allir velkomnir.