Í Keflavíkurkirkju byrjum við dagskrá sunnunnudagsins 26. nóvember kl. 11 með fjölskyldumessu. Yngri börn í Skapandi starfi koma fram í söng. Systa gefur okkur biblíusögu eftir að við höfum skyngst í fjársjóðskistuna. Arnór orgainsti leiðir söng og sr. Erla þjónar.

 

Við gleðjumst kl. 14 er sr. Fritz Már verður settur inn í embætti prests Keflavíkurkirkju sunnudaginn. Prófastur sr. Þórhildur Ólafs prósfastur annast innsetningu hans. Sóknarnefnd býður uppá brauð- og marsípantertur, kaffi og konfekt. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs organista. Sr. Fritz predikar og þjónar ásamt sr. Erlu. Verðið öll velkomin gefa koma, njóta og gefa nýjum presti Keflavíkurkirkju blessunaróskir í þjónustu

 

Við endum sunnudaginn kl. 20 undir aðventublæ er eldri börn í Skapandi starfi syngja ásamt Vox Felix. Keflavíkingurinn Sigga Dögg flytur okkur hugleiðingu. Írisi Dröfn og Hildur María hafa haft umsjón með Skapandi starfi í vetur og æft börnin í söng. Arnór stýrir Vox-urum og leikur á hljóðfærið og sr. Erla leiðir stundina.