Kæru vinir,

Covid-19 faraldurinn heldur áfram að hrella okkur, við gerum þó okkar besta til að bregðast við. Við sendum út helgistundir á facebook síðu kirkjunnar á sunnudögum kl.20. hægt er að horfa á helgistundirnar alla vikuna eftir að þær eru sendar út. Við munum svo senda ykkur jólamessur á netinu en gefum ykkur frekari upplýsingar um það þegar nær dregur. Guð blessi ykkur og geymi á aðventunni.