Kirkjugarðar Keflavíkur leita að starfsmanni – aðstoðarumsjónarmanni í hlutastarf

Vinnan felst í umsjón og umhirðu tveggja kirkjugarða í Keflavík.  Aðstoðarumsjónarmaður er verkstjóri yfir hópi unglinga sem sjá um grasslátt og almenna umhirðu garðanna yfir sumartímann.  Starfið er full vinna í 2,5 – 3 mánuði yfir sumartímann.  Yfir vetrartímann er um hlutastarf við umhirðu garðanna að ræða auk aðstoðar við grafartöku, vinnu við lýsingu fyrir jólin og fleira. Vinnutími yfir veturinn gæti verið tiltölulega frjáls en í samráði við stjórn kirkjugarðanna (um 30 % starf yfir vetrartímann). Gert er ráð fyrir að í heild sé um að ræða hálft starf á ársgrundvelli.  Kostur en ekki skilyrði er að hafa þekkingu eða áhuga á gróðri og garðyrkju.   Gæti hentað fólki með töluverða almenna starfsreynslu og eða einhverjum sem gæti hugsað sé að minnka við sig starfshlutfall.

Nánari upplýsingar veita Sveinn Valdimarsson formaður stjórnar kirkjugarðanna í síma 895 2710 og Þórunn Íris Þórisdóttir rekstrarstjóri Keflavíkurkirkju í síma 420 4300.

Umsóknum skal skila í tölvupósti til thorunn@keflavikurkirkja.is eigi síðar en 20. maí 2020.