Kristín GuKristín Gunnlaugsnnlaugsdóttir myndlistarkona er næst á námskeiðinu okkar Biblíusögur fyrir fullorðna. Hún er okkur Keflvíkingum að góðu kunn, en hún málaði altarismyndina í Kapellu vonarinnar, Engil vonarinnar.

Þriðjudagskvöldið 23. febrúar kl. 20 mun hún ræða um þau verk sín sem hafa verið innblásin af Biblíunni, bæði eldri verk og ný. Erindi hennar ber yfirskriftina Að segja satt og verður afskaplega forvitnilegt að heyra og sjá það sem Kristín hefur fram að færa.

Erindið er öllum opið!