Sunnudaginn 31. mars kl. 11 verðum við á ljúfum og léttum nótum í helgihaldi dagsins. Dútettin Heiður, sem skipar Hjörleif Már Jóhannesson og Eið Eyjólfsson, syngja og spila.

Jóhanna, Helga og Systa bjóða uppá sunnudagaskóla með biblíusögu, bæn og söng.

Linda Gunnarsdóttir er messuþjónn og Harpa Jóhannsdóttir ásamt fermingarforeldrum reiða fram súpu og brauð.

Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar.