Í tilefni Alþjóðadags sjálfsvígsforvarna verður kyrrðarstund í Keflavíkurkirkju sunnudagskvöldið 11. september kl. 20.
Benedikt Þór Guðmundsson deilir reynslu sinni sem aðstandandi. Benedikt Þór kom, ásamt eiginkonu sinni Guðrúnu Pétursdóttur, að stofnun Píetasamtakanna.
Þessi sunnudagur er jafnframt dagur sem Þjóðkirkjan hefur tekið frá til að vekja sérstaka athygli á diakóníunni, kærleiksþjónustunni.
Heiða Björg djákni mun leiða stundina ásamt Sr. Erlu og sr. Fritz Már. Arnór organisti leikur undir söng hjá félögum úr Kór Keflavíkurkirkju.