Sunnudaginn 19. janúar kl. 11 verður árleg Rótarýmessa í Kelfavíkurkirkju.

Félagi Rótarýklúbbs Keflavíkur, fráfarandi menningarfulltrúi og menningarverðlaunahafi Reykjanesbæjar 2019, Valgerður Guðmundsdóttir flytur hugleiðingu.

Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjóra Arnórs Vilbergssonar, organista. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar.

Jóhanna, Helga og Ingi Þór halda utan um sunnudagaskólasamveru á sama tíma.

Súpuþjónar og fermingarforeldrar reiða fram súpu og Sigurjónsbrauð í Kirkjulundi að lokinni messu.