Sunnudaginn 20. okt. kl. 11 helgum við guðsþjónustu dagsins heilbrigðisþjónustunni. Sjúkraúspresturinn, sr. Díana Ósk Óskarsdóttir, predikar. Sr. Erla þjónar. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs organista. Ólöf og Kistinn Þór eru messuþjónar. Unnur Ýr, Ingi Þór og Helga hafa umsjón með sunnudagaskóla á sama tíma. Þorbjörg Óskarsdóttir og fermingarforeldrar reiða fram súpu og Sigurjónsbrauð. Hjartanlega velkomin til andlegrar uppbyggar sálar og samfélags.
Dagur heilbrigðisþjónustunnar haldinn þann sunnudag sem næstur er degi Lúkasar læknis og guðspjallamanns sem er 18. október. Á þessum sunnudegi í kirkjum landsins er markmiðið að lyfta upp heilbrigðisþjónustunni með því að styðja, styrkja og vekja athygli á því umfangsmikla starfi sem unnið er á vettvangi heilbrigðisþjónustunnar. Bænir eru beðnar fyrir þeim sem starfa innan hennar, þeim sem þjónustuna þiggja og þeim sem sinna leiðtogastörfum og taka vandasamanr ákvarðarnir um heilbrigðismálin á Íslandi.