Keflavíkurkirkja opnar kirkjudyr að lokinni flugeldasýningu á Ljósanótt. Hátíðargestum er boðið að koma í kirkju og upplifa innhaldsríka, líflega og létta gospelmessu kl. 23.

Úr Garðabænum kemur Gospelkór Jóns Vídalíns ásamt Davíð Sigurgeirssyni, stjórnanda og tónlistarmanni. Með þessu unga og fríða föruneyti kemur sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur Vídalínskirkju, er leiðir messuna með sinni góðu nærveru og skemmtilega persónuleika.

Verið velkomin að njóta og þiggja andlega næringu inní nóttina.