Það er allt að gerast í guðspjalli sunnudagsins! Jesús gengur á vatni út til lærisveina sinna sem eru á báti í óveðri. Þeir halda að hann sé vofa. Hann býður lærisveinum sínum að stíga út úr bátnum til sín og beint í hringiðu stormsins á vatninu.

Við ætlum að velta fyrir okkur hvað Jesús sé eiginlega að gera! Þá verður líka altarisganga og messuþjónar taka á móti messugestum og lesa ritningartexta. Kór Keflavíkurkirkju leiðir sálmasöng undir stjórn Arnórs Vilbergssonar og sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar. Sunnudagaskólinn verður að sjálfsögðu á sínum stað með Systu, Unni og Helgu.

Mynd birt með leyfi höfundar: Jesus Walking on Water. David Mach RA, Image © David Mach – All rights reserved