Sunnudagskvöldið 19. júní kl. 20 verður hreyfanleg helgistund á slóðum Keflavíkurkirkju er við göngum um gamla bæinn í Keflavík. Arnór organisti leiðir okkur í söng og hver veit nema hann hafi harmónikku um háls. Sr. Erla verður með hugleiðingu og fróðleik. Undir berum himni biðjum við bæn Drottins.
Að lokinni göngu sameinumst við í kaffbolla og heimabökuðu kruðeríi í bakgarði sóknarprestsins á Brunnstíg 3.