Á allra heilagra messu þann 1. nóvember nk. verða tvær messu í Keflavíkurkirkju.

Sú fyrr er kl. 11 en þá er einnig sunnudagaskóli. Prestur er sr. Eva Björk Valdimarsdótttir. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs organista. Sunnudagaskólinn er í höndum sr. Erlu og Önnu Huldu Einarsdóttur. Fermingarforeldrar matreiða súpu og bera fram með brauði að lokinni messu.

 

Starfsfólk á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja tekur þátt í síðari messu þessa dags sem er kl. 14:00. Þar minnumst við látinna ástvina og hugleiðum lífið og endimörk þess. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs organista og að messunni lokinni býður starfsfólkið til samsætis í safnaðarheimilinu. Prestur er sr. Erla Guðmundsdóttir.

 

Hægt er að hlýða á messurnar á Hljóðbylgjan á Suðurnesjum Fm 101.2