Sunnudaginn 12. febrúar verður sunnudagaskóli í Keflavíkurkirkju kl.11, Marín, Helga og Grybos taka vel á móti börnunum og leiða stundina að venju. Um kvöldið kl.20 verður messa í Keflavíkurkirkju, sr Fritz Már leiðir stundina og félagar úr kór Keflavíkurkirkju undir stjórn Arnórs Vilbergssonar sjá um að færa okkur fallega tónlist. Verið öll innilega velkomin að koma og njóta góðrar stundar í kirkjunni.