Uppstigningardagur kl. 14

/, Messur, Umhyggja, gleði og kraftur/Uppstigningardagur kl. 14

Fimmtudagurinn 30. maí er uppstigningardagur.

Það var í tíð hr. Péturs Sigurgeirssonar biskups Íslands, að ákveðið var að tileinka öldruðum daginn. Víða er því öldruðum sérstaklega boðað til helgihalds á þessum degi.

Í Keflavíkurkirkju verður guðsþjónusta kl. 14. Eldey, kór eldri borgara á Suðurnesjum, syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista. Sr. Erla Guðmundsdottir þjónar.

Boðið verður upp á kaffi og kleinur að lokinni messu í Kirkjuundi.

By |2019-05-27T07:03:46+00:0027. maí 2019 | 07:03|
Þetta vefsvæði notast við vafrakökur. Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka. Ok