engillvonarinnarOrgelsjóður

Fyrir þá sem vilja styrkja: Kennitala: 680169-5789     Reikningsnúmer: 0121-15-350005

Orgelið í kirkjunni er orðið afar bágborið og er brýnt að gera þar bætur á. Orgelsjóður kirkjunnar er illu heilli fremur rýr og er mikil þörf á því að bæta þar úr. Með samstilltu átaki ætti að vera unnt að efla hann og safna nægilegu fjármagni til þess að geta endurnýjað þetta hljóðfæri. Myndi það hafa mikil áhrif á þá þjónustu sem við viljum veita í kirkjunni, íbúum hér í samfélaginu til gleði og styrkingar.

Minningarkort
Hægt er að kaupa minningarkort í kirkjunni og fer allur ágóðinn í orgelsjóð.

Velferðarsjóður Suðurnesja

Fyrir þá sem vilja styrkja: Kt. 630316-0140,  Reikningsnúmer: 0142-15-382864

Velferðarsjóðurinn styður einkum við barnafjölskyldur. Þá greiðir sjóðurinn skólamat fyrir börn í grunnskólum á svæðinu og einnig fyrir börn sem sækja nám í framhaldsskóla. Einnig greiðir sjóðurinn tómstundir fyrir börn þar sem foreldrar hafa ekki fjárhagslegt svigrúm til þess að standa straum að slíku. Loks má nefna að sjóðurinn veitir aðstoð við að greiða skólagjöld og námsgögn, sé öllum skilyrðum um tekjur og gjöld fullnægt. Þá greiðir sjóðurinn fyrir sumarbúðir og leikjanámskeið á sumrin og hlýtur sérstakt framlag frá Velferðarsjóði barna í þeim tilgangi.