Kirkjulundur, safnaðarheimili Keflavíkurkirkju hentar fyrir margvíslega starfsemi sem ekki fellur undir hefðbundið safnaðarstarf.  Á það við um erfidrykkjur og veislur í tengslum við athafnir s.s. fermingar og brúðkaup. Þá henta salir hússins vel fyrir námskeið og ráðstefnur.  Greiða þarf 15.000 kr. fyrir starfsmann í 4 klst. leggst það gjald ofaná leiguverðið.

Í Kirkjulundi eru tveir salir sem ýmist eru leigðir saman eða hvor í sínu lagi.

• Minni salurinn hentar vel fyrir fámennar veislur og er leigður á kr. 50.000.-
• Stærri salurinn hentar vel fyrir stærri veislur og erfidrykkjur og er leigður á kr. 70.000.-
• Hægt er að leigja báða salina saman og greiðast þá kr. 95.000.-

Leiga vegna smærri funda í fundarherbergi er kr. 10.000.-

Grunngjald vegna tónleika í kirkju eða safnaðarheimili er kr. 55.000.- Tónleikahöldurum ber að greiða tilskilin gjöld til STEFs. Greiða þarf sérstaklega fyrir kirkjuvörslu á meðan tónleikum stendur utan dagvinnutíma. Gjald vegna hennar er kr. 3.750.- á klst.

Leiguskilmálar