Við reiknum með því að börnin mæti í alla fræðslutíma.

Því til viðbótar sæki þau 6 messur. Gott er að skipta þeim þannig að þau sæki 3 messur fyrir jól og 3 eftir jól, þó er það ekki skylda.

Fyrirkomulag, dag- og tímasetningar á messum eru auglýstar á heimasíðu Keflavíkurkirkju, facebook- og instagramsíðu Keflavíkurkirkju og í laugardagsblaði Morgunblaðsins.

Merkt er við börnin í anddyri kirkju er þau mæta til messu. Ef þau mæta í aðra kirkju þá komi þau með undirskrift eða senda mynd af sér í þeirri kirkju sem þau sækja. Ef forföll verða í messu eða fræðslu þarf að standa skil á verkefnum.

Mikilvægt er að foreldrar hvetji börnum sín að umgangast kirkjuna og athafnir kirkjunnar af nærgætni og af virðingu við aðra, hvort heldur sem er almenn guðsþjónusta eða barnaguðsþjónusta. Við hvetjum foreldra eða fjölskyldumeðlimi að sækja messur með fermingarbörnum.