Umhyggja, gleði og kraftur

/Umhyggja, gleði og kraftur

Kvöldmessa 18. ágúst kl. 20

Síðsumarkvöldið 18. ágúst kl. 20 opnum við kirkjudyr og bjóðum ykkur til kvöldmessu. Ingi Þór Ingibergsson spilar á gítar og leiðir söng. Sr. Erla flytur hugleiðingu, bæn og blessun. Verið velkomin

By |2019-08-12T10:02:28+00:0012. ágúst 2019 | 10:02|

Kvöldgöngumessa 30. júní kl. 20

Helgihaldið okkar er með allt öðrum hætti á sumrin er venjan er yfir vetur. Sunnudagskvöldið 30. júní verður kvöldgöngumessa frá Keflavíkurkirkju. Haldið verður af stað frá kirkjutröppum kl. 20. Hörður Gíslason, kenndur við Sólbakka, mun flytja fróðleik er við stöldrum við á nokkrum stöðum í umhverfi kirkjunnar. Arnór organisti leiðir söng við úgúlelespil. Sr. Erla [...]

By |2019-06-24T11:13:25+00:0024. júní 2019 | 11:08|

Uppstigningardagur kl. 14

Fimmtudagurinn 30. maí er uppstigningardagur. Það var í tíð hr. Péturs Sigurgeirssonar biskups Íslands, að ákveðið var að tileinka öldruðum daginn. Víða er því öldruðum sérstaklega boðað til helgihalds á þessum degi. Í Keflavíkurkirkju verður guðsþjónusta kl. 14. Eldey, kór eldri borgara á Suðurnesjum, syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista. Sr. Erla Guðmundsdottir þjónar. Boðið verður upp á [...]

By |2019-05-27T07:03:46+00:0027. maí 2019 | 07:03|

Kvöldmessa 26. maí kl. 20 með Vox Felix

Sunnudagskvöldið 26. maí kl. 20 verðum við á hugljúfum og léttum nótum með Vox Felix félögum í kvöldmessu. Arnór organisti og sr. Erla leiða stundina í söngvum, bænum og biblíufrásögn.   Takið kvöldgöngu og kíkið í kirkju

By |2019-05-22T16:57:17+00:0022. maí 2019 | 12:44|

Fjölskylduhátíð 19. maí kl. 11

Sunnudaginn 19. maí kl. 11 verður fjölskylduhátíð í Keflavíkurkirkju. Barnakór Keflavíkurkirkju býður uppá vortónleika í kirkjuskipinu þar sem börnin syngja undir stjórn Freydísar Kolbeinsdóttur og við undirleik Arnórs Vilbergssonar organista. Jón Jónsson, tónlistarmaður, kemur fram með kórnum. Að lokinni stund kemur Blaðrarinn og skemmtir smáfólkinu í Kirkjulundi. Öllum er boðið uppá grillaðar pylsur. Sr. Fritz [...]

By |2019-05-13T21:23:05+00:0013. maí 2019 | 21:23|

Holtaskólabörn fermd 5. maí kl. 11 og 14

Annar sunnudagur með fermingarathöfnum í Keflavíkurkirkju verður 5. maí kl. 11 og 14. Holtaskólaskólabörn verða fermd af sr. Fritz og sr. Erlu við hátíðarstundu. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs organista. Messuþjónar við athafnirnar verða Þórey Eyþórsdóttir, Helga Jakobsdóttir, Garðar Guðmundsson og Fanney Ómarsdóttir.

By |2019-05-02T12:54:00+00:002. maí 2019 | 12:45|

Myllubakkaskólabörn fermd 28. apríl kl. 11

Fyrsta sunnudagur með fermingarathöfnum verður sunnudaginn 28. apríl kl. 11. Myllubakkaskólabörn verða fermd af sr. Fritz Má og sr. Erlu við hátíðarstundu. Félagar úr Kór Keflavíkurkirkju syngja undir stjórn Arnórs organista. Guðrún Hákonardóttir og Stefán Jónsson eru messuþjónar.

By |2019-04-26T13:09:51+00:0026. apríl 2019 | 13:09|

Fjölskyldumessa á pálmasunnudegi

Pálmasunnudagurinnn verður með barnasöng, biblíusögu og bænum í fjölskyldumessa kl. 11. Barnakór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs organista og Freydísar Kneifar.  Systa og Helga leiða stundina ásamt sr. Erlu. Stefán og Guðrún eru messuþjónra. Verið velkomin til kirkju í upphafi dymbilviku

By |2019-04-09T12:03:07+00:009. apríl 2019 | 11:58|

Á ljúfum og léttum nótum 31. mars kl. 11

Sunnudaginn 31. mars kl. 11 verðum við á ljúfum og léttum nótum í helgihaldi dagsins. Dútettin Heiður, sem skipar Hjörleif Már Jóhannesson og Eið Eyjólfsson, syngja og spila. Jóhanna, Helga og Systa bjóða uppá sunnudagaskóla með biblíusögu, bæn og söng. Linda Gunnarsdóttir er messuþjónn og Harpa Jóhannsdóttir ásamt fermingarforeldrum reiða fram súpu og brauð. Sr. Erla [...]

By |2019-03-26T19:26:09+00:0026. mars 2019 | 18:21|

Sigurður Smári og Bartímeus blindi sunnudaginn 17. mars

Sunnudaginn 17. mars kl. 11 er að vanda hefðbundin messa en að þessu sinni mun Sigurður Smári Hansson spila og syngja létta og ljúfa sálma í messunni. Garðar Guðmundsson og Fanney Petra Ómarsdóttir eru messuþjónar. Guðspjall dagsins segir frá Bartímeus blinda. Systa og Helga leiða sunnudagaskólann. Þorbjörg Óskarsdóttir og fermingarforeldrar reiða fram súpu og Sigurjónsbrauð. [...]

By |2019-03-12T07:12:22+00:0012. mars 2019 | 07:09|