Umhyggja, gleði og kraftur

/Umhyggja, gleði og kraftur

Síðasti sunnudagur kirkjuársins

Á síðasta sunnudegi kirkjuársins býður Keflavíkurkirkja uppá Eide messu 24. nóvember kl. 11. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs B. Vilbergssonar organista. Stefán Jónsson og Guðrún Hákonardóttir er messuþjónar. Sunnudagaskólinn er að vanda á sama tíma undir forystu Jóhönnu Maríu, Inga Þórs og Helgu. Súpuþjónar og fermingarforeldrar reiða fram súpu og Sigurjónbrauð. Sr. Erla Guðmundsdóttir [...]

By |2019-11-18T22:06:05+00:0018. nóvember 2019 | 09:27|

Kristniboðsdagurinn 10. nóvember kl. 111

Á kristniboðsdegi í Keflavíkurkirkju verður boðið uppá kærleiksþjónustu í helgihaldi dagsins 10. nóvember kl. 11. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs organista. Hjónin Stefán Jónsson og Guðrún Hákonardóttir eru messuþjónar. Sunnudagaskólinn, með söng, biblíusögu og bæn, er í höndum og hjarta Jóhönnu, Inga Þórs og Helgu. Ásmundur Friðriksson og fermingarforeldrar reiða fram súpu og Sigurjónsbrauð [...]

By |2019-11-04T19:36:25+00:004. nóvember 2019 | 19:34|

Dagur heilbrigðisþjónustunnar 20. okótber kl. 11

Sunnudaginn 20. okt. kl. 11 helgum við guðsþjónustu dagsins heilbrigðisþjónustunni. Sjúkraúspresturinn, sr. Díana Ósk Óskarsdóttir, predikar. Sr. Erla þjónar. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs organista. Ólöf og Kistinn Þór eru messuþjónar. Unnur Ýr, Ingi Þór og Helga hafa umsjón með sunnudagaskóla á sama tíma. Þorbjörg Óskarsdóttir og fermingarforeldrar reiða fram súpu og Sigurjónsbrauð. Hjartanlega [...]

By |2019-10-14T09:42:27+00:0014. október 2019 | 09:36|

Fjölskyldumessa 6. október kl. 11

Það er heilsusamlegt fyrir líkama og sál að syngja og streita minnkar þegar við hlustum og njótum. Við bjóðum ykkur að syngja og njóta í fjölskyldumessu 6. október kl. 11 þegar sagan um Sakkeus verður sögð. Barnakór Keflavíkurkirkju syngur við stjórn og undirleik Arnórs organista. Sunnudagaskólaleiðtogarnir Helga, Ingi Þór og Jóhanna leiða stundina ásamt sr. [...]

By |2019-10-01T18:23:31+00:001. október 2019 | 18:13|

Söngvaskáldamessa og sunnudagaskóli 29. september kl. 11

Styrkur Suðurnesja liggur í tónlistinni en síðustu þrjú ár hafa Arnór organisti og kórfélagarnir Dagný Maggýar og Elmar Þór staðið fyrir tónleikaröðinni Söngvaskáld á Suðurnesjum. Hluta af þeim lögum sem flutt voru í tónleikaröðinni mun Elmar Þór syngja og Arnór spila undir í komandi sunnudagsmessu. Á milli laga segir Dagný frá tengslum trúar og tónlistar, [...]

By |2019-09-24T11:04:42+00:0024. september 2019 | 11:04|

Ljósahjálmamessa 15. sept. kl. 20

Eftir fjóra mánuði og 400 klukkustunda vinnu við hreinsun, pússun og endurgerð á þremur aldagömlum ljósahjálmum kirkjunnar lýsa þær eins og englar yfir kirkjugestum. Í þakkarskyni fyrir þá vinnu sem hefur verið lögð í og gefin bjóðum við þeim sem að verkinu komu, ásamt ykkur öllum, til kvöldmessu í Keflavíkurkirkju sunnudagskvöldið 15. september kl. 20 [...]

By |2019-09-15T13:17:18+00:0015. september 2019 | 13:17|

Fjölskyldumessa 15. september kl. 11

Fjölskyldumessa kl. 11 markar upphaf vetrarstarf sunnudagaskólans. Sunnudagaskólaleiðtogarnir Helga, Ingi Þór og Jóhanna María leiða stundina ásamt sr. Erlu og Arnóri organista. Að lokinni messu er boðið uppá súpu og brauð í Kirkjulundi.

By |2019-09-10T21:58:04+00:0010. september 2019 | 21:58|

Vox Felix sunnudagskvöldið 1. september kl. 20

Það er gott, gefandi og gaman í messu með Vox Felix. Arnór organisti leiðir þessar fallegu raddir í söng með undirleik sunnudagskvöldið 1. september kl. 20. Fermingarbörn vetrarins og fjölskyldur þeirra eru sérstaklega hvött til að koma. Sr. Fritz Már og sr. Erla þjóna.

By |2019-08-26T21:59:39+00:0026. ágúst 2019 | 21:59|

Kvöldmessa 25. ágúst kl. 20

Sunnudagskvöldið 25. ágúst kl. 20 bjóðum við til kvöldmessu í Keflavíkurkirkju. Arnór organisti leiðir söng og spilar. Sr. Erla flytur hugleiðingu, bæn og blessun. Verið velkomin.

By |2019-08-21T19:27:40+00:0021. ágúst 2019 | 19:27|

Kvöldmessa 18. ágúst kl. 20

Síðsumarkvöldið 18. ágúst kl. 20 opnum við kirkjudyr og bjóðum ykkur til kvöldmessu. Ingi Þór Ingibergsson spilar á gítar og leiðir söng. Sr. Erla flytur hugleiðingu, bæn og blessun. Verið velkomin

By |2019-08-12T10:02:28+00:0012. ágúst 2019 | 10:02|