Fréttir

/Fréttir

Nú mega jólin koma fyrir mér

Nú mega jólin koma fyrir mér. sunnudaginn 15.desember verður helgistund í Keflavíkurkirkju kl.11. Við njótum þess saman að syngja inn jólin með fallegum jólasöngvum sem Arnór Vilbergsson organisti og félagar úr Kirkjukór Keflavíkurkirkju leiða. Séra Fritz Már segir okkur fallega jólasögu. Njótum saman góðrar stundar áðventunni. Allir innilega velkomnir.

By |2019-12-09T09:07:57+00:009. desember 2019 | 09:07|

Fyrsti sunnudagur í aðventu

Aðventan hefst um næstu helgi og mikið hlökkum við til að ganga inn í þennan dásamlega tíma í aðdraganda og undirbúning jólanna, fæðingahátíðar Frelsarans. Á sunnudaginn (1.des) verður mikið um dýrðir í Keflavíkurkirkju. Um morguninn Kl.11 kemur Stoppleikhópurinn í heimsókn til okkar og sýnir jólaleikritið, Jólin hennar Jóru en auðvitað byrjum við með því að [...]

By |2019-11-25T17:27:25+00:0025. nóvember 2019 | 17:27|

Síðasti sunnudagur kirkjuársins

Á síðasta sunnudegi kirkjuársins býður Keflavíkurkirkja uppá Eide messu 24. nóvember kl. 11. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs B. Vilbergssonar organista. Stefán Jónsson og Guðrún Hákonardóttir er messuþjónar. Sunnudagaskólinn er að vanda á sama tíma undir forystu Jóhönnu Maríu, Inga Þórs og Helgu. Súpuþjónar og fermingarforeldrar reiða fram súpu og Sigurjónbrauð. Sr. Erla Guðmundsdóttir [...]

By |2019-11-18T22:06:05+00:0018. nóvember 2019 | 09:27|

Það sem framundan er í vikunni

Þriðjudaginn 12.nóvember kl.18 verður bænastund í kapellu Vonarinnar, Systa leiðir stundina. Miðvikudaginn 13.nóvember kl.12 er kyrrðarstund í Kapellu vonarinnar þar sem við komum saman og njótum góðra orða og tónlistar. Gæðakonur bjóða upp á súpu eftir stundina. Miðvikudaginn 13.nóvamber kl.17.30 er sorgarerindi í Kapellu Vonarinnar, Séra Eysteinn Orri Gunnarsson sjúkrahússprestur ræðir við okkur um sorg [...]

By |2019-11-11T13:35:37+00:0011. nóvember 2019 | 10:25|

Komandi vika í Keflavíkurkirkju

Sunnudaginn 3.nóv kl.11, fjölskyldumessa í Keflavíkurkirkju. Sr. Erla og Sr.Fritz Már þjóna. Skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna, njótum þess að vera með börnunum okkar í guðsþjónustu. Súpusamfélag í Kirkjulundi eftir messu. Sunnudaginn 3.nóv kl.20, ,,Allra Heilagra Messa“ í Keflavíkurkirkju í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, við komum saman á fallegri kvöldstund og minnumst þeirra er látist [...]

By |2019-10-29T10:41:14+00:0029. október 2019 | 10:41|

Það sem framundan er í vikunni

Á miðvikudag kl.12 verður kyrrðarstund í Kapellu vonarinnar. Við komum saman og njótum þess að eiga saman góða stund í kapellunni, leitum inn á við njótum tónlistar og góðra orða. Gæðakonur bjóða okkur síðan upp á eðalsúpu og brauð í Kirkjulundi eftir stundina. Á föstudag kl.12 er kyrrðarbænastund í Kapellu vonarinnar. Bænin er einföld ogþeim [...]

By |2019-10-21T08:53:56+00:0021. október 2019 | 08:53|

Sorgarerindi í Kapellu Vonarinnar miðvikudaginn 16.október kl.17.30

Díana Ósk Óskarsdóttir prestur á Barnaspítala hringsins og kvennadeildum LSH mun fjalla um missi á meðgöngu, í fæðingu og eftir fæðingu. Lífið sem kviknar í móðurlífi ber með sér von, eftirvæntingu og drauma, til dæmis drauma um stækkaða fjölskyldu. Þegar lífið deyr á meðgöngu, í fæðingu eða fljótlega eftir fæðingu er missirinn mikill. Sorgin sem [...]

By |2019-10-15T09:56:46+00:0015. október 2019 | 09:56|

KFUM & KFUK messa og sunnudagaskóli 13.okt kl.11

Sunnudaginn 13.okt kl.11 verður sunnudagaskóli og KFUM & KFUK messa í Keflavíkurkirkju. Félagar úr kór KFUM undir stjórn Laufeyjar Geirlaugsdóttur leiða okkur í söng. Sigurbjörn Þorkelsson flytur hugvekju. Sr.Fritz Már Jörgensson þjónar fyrir altari. Eftir stundina er súpusamvera í kirkjulundi. Allir innilega velkomnir

By |2019-10-07T09:22:45+00:007. október 2019 | 09:22|

Fjölskyldumessa 6. október kl. 11

Það er heilsusamlegt fyrir líkama og sál að syngja og streita minnkar þegar við hlustum og njótum. Við bjóðum ykkur að syngja og njóta í fjölskyldumessu 6. október kl. 11 þegar sagan um Sakkeus verður sögð. Barnakór Keflavíkurkirkju syngur við stjórn og undirleik Arnórs organista. Sunnudagaskólaleiðtogarnir Helga, Ingi Þór og Jóhanna leiða stundina ásamt sr. [...]

By |2019-10-01T18:23:31+00:001. október 2019 | 18:13|

Æðruleysismessa miðvikudaginn 02.október kl.20.00

Næsta miðvikudag þ.2.október kl.20, verður Æðruleysismessa í Keflavíkurkirkju. Æðruleysismessur eru hugsaðar til þess að mæta vaxandi trúarþörf þeirra sem stunda 12 spora samtök. En þær eru samt opnar öllum sem vilja koma saman til að eiga nærandi, eflandi, styrkjandi og róandi kyrrðarstund í góðu samfélagi ♥ Séra Fritz Már leiðir stundina, Rafn Hlíðkvist sér um [...]

By |2019-09-29T17:21:25+00:0029. september 2019 | 17:21|