Fréttir

/Fréttir

Púttmessa 21.júlí kl.13

Hin árlega púttmessa verður sunnudaginn 21. júlí kl.13 á púttvellinum við Mánagötu. Í beinu framhaldi af helgistund hefst púttmótið en verðlaunaafhending fer fram í Kirkjulundi þar sem verður boðið uppá kaffi og meðlæti. Verið velkomin að rækta líkama og sál á sumardegi. Prestur er sr. Fritz Már Jörgensson

By |2019-07-16T08:27:20+00:0016. júlí 2019 | 08:27|

Kvöldgöngumessa 30. júní kl. 20

Helgihaldið okkar er með allt öðrum hætti á sumrin er venjan er yfir vetur. Sunnudagskvöldið 30. júní verður kvöldgöngumessa frá Keflavíkurkirkju. Haldið verður af stað frá kirkjutröppum kl. 20. Hörður Gíslason, kenndur við Sólbakka, mun flytja fróðleik er við stöldrum við á nokkrum stöðum í umhverfi kirkjunnar. Arnór organisti leiðir söng við úgúlelespil. Sr. Erla [...]

By |2019-06-24T11:13:25+00:0024. júní 2019 | 11:08|

Hvítasunnudagur 9.júní

Á Hvítasunnudag 9. júní verður messa í Keflavíkurkirkju kl.11. Sr.Fritz Már Jörgensson þjónar fyrir altari. Rafn Hlíðberg Björgvinsson leiðir okkur áfram í söng. Allir innilega velkomnir.

By |2019-06-05T15:31:46+00:005. júní 2019 | 09:16|

Sjómannadagur 2.júní

Kæru vinir, á sjómannadag er messa í Duus húsum kl.11 sr.Fritz Már þjónar, Arnór Vilbergsson organisti og kór Keflavíkurkirkju leiða söng og tónlist, við verðum með skírn í messunni og hlökkum mikið til þess. Eftir stundina verður lagður blómakrans við minnismerki sjómanna á Bakkalág við Hafnargötu. Kl.14.15 verður messa á Hrafnistu Nesvöllum og kl.15 á Hlévangi. [...]

By |2019-05-30T18:15:15+00:0030. maí 2019 | 18:15|

Uppstigningardagur kl. 14

Fimmtudagurinn 30. maí er uppstigningardagur. Það var í tíð hr. Péturs Sigurgeirssonar biskups Íslands, að ákveðið var að tileinka öldruðum daginn. Víða er því öldruðum sérstaklega boðað til helgihalds á þessum degi. Í Keflavíkurkirkju verður guðsþjónusta kl. 14. Eldey, kór eldri borgara á Suðurnesjum, syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista. Sr. Erla Guðmundsdottir þjónar. Boðið verður upp á [...]

By |2019-05-27T07:03:46+00:0027. maí 2019 | 07:03|

Kvöldmessa 26. maí kl. 20 með Vox Felix

Sunnudagskvöldið 26. maí kl. 20 verðum við á hugljúfum og léttum nótum með Vox Felix félögum í kvöldmessu. Arnór organisti og sr. Erla leiða stundina í söngvum, bænum og biblíufrásögn.   Takið kvöldgöngu og kíkið í kirkju

By |2019-05-22T16:57:17+00:0022. maí 2019 | 12:44|

Fjölskylduhátíð 19. maí kl. 11

Sunnudaginn 19. maí kl. 11 verður fjölskylduhátíð í Keflavíkurkirkju. Barnakór Keflavíkurkirkju býður uppá vortónleika í kirkjuskipinu þar sem börnin syngja undir stjórn Freydísar Kolbeinsdóttur og við undirleik Arnórs Vilbergssonar organista. Jón Jónsson, tónlistarmaður, kemur fram með kórnum. Að lokinni stund kemur Blaðrarinn og skemmtir smáfólkinu í Kirkjulundi. Öllum er boðið uppá grillaðar pylsur. Sr. Fritz [...]

By |2019-05-13T21:23:05+00:0013. maí 2019 | 21:23|

Heiðarskólabörn fermd 12.maí kl.11 og kl.14

Heiðarskólaskólabörn verða fermd sunnudaginn 12. maí kl. 11 og kl.14. við hátíðlega athöfn í Keflavíkurkirkju. Sr. Fritz Már Jörgensson og sr. Erla Guðmundsdottir þjóna fyrir altari. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista.

By |2019-05-05T22:16:05+00:005. maí 2019 | 22:16|

Holtaskólabörn fermd 5. maí kl. 11 og 14

Annar sunnudagur með fermingarathöfnum í Keflavíkurkirkju verður 5. maí kl. 11 og 14. Holtaskólaskólabörn verða fermd af sr. Fritz og sr. Erlu við hátíðarstundu. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs organista. Messuþjónar við athafnirnar verða Þórey Eyþórsdóttir, Helga Jakobsdóttir, Garðar Guðmundsson og Fanney Ómarsdóttir.

By |2019-05-02T12:54:00+00:002. maí 2019 | 12:45|

Æðruleysismessa 1.maí kl.20 í Keflavíkurkirkju

Njótum þess að vera saman í Æðruleysismessu 1.maí kl.20 og dvelja saman í bæn, hugleiðslu og þakkargjörð. Félagi deilir reynslu, styrk og von. Sr.Fritz Már leiðir stundina og Rafn Hlíðkvist leiðir tónlist og söng. Gefum okkur það að mæta og gefum náunga okkar það að hvetja hann/hana til að koma með ♥

By |2019-04-29T08:41:54+00:0029. apríl 2019 | 08:41|
Þetta vefsvæði notast við vafrakökur. Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka. Ok