Fréttir

/Fréttir

Vox Felix tónleikar í Keflavíkurkirkju 22. júlí kl. 20

Unglingakórinn FriFraVoce frá þýska sambandslandinu Rheinland Pfalz hefur dvalið á Íslands síðustu daga. Kórinn óskaði eftir samstarfi við íslenskan kór og hafði Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, milligöngu um að Vox Felix myndi vinna með kórnum. Þau sungu saman í Skálholti síðustu helgi og bjóða uppá tónleika miðvikudagskvöldið 22. júlí kl.20 í Keflavíkurkirkju.  Kórarnir munu syngja [...]

By |2020-07-21T09:54:50+00:0021. júlí 2020 | 09:54|

Göngumessa um gamla bæinn sunnudagskvöldið 21. júní

Himinn lofar góðu sunnudagskvöldið 21. júní kl. 20 er við höldum í árlega göngumessu um gamla bæinn í Keflavík. Helgi Valdimar Biering leiðir okkur í fróðleik á milli sögureita á elsta svæði Keflavíkur. Gengið verður frá kirkjutröppum. Arnór organisti kallar okkur í söng við ukulelespil. Sr. Erla biður bænir og blessar undir berum himni. Að [...]

By |2020-06-18T09:28:12+00:0018. júní 2020 | 09:28|

Messa 17. júní 2020

Miðvikudaginn 17.júní verður hátíðarmessa í Keflavíkurkirkju kl.12.00. Við höldum upp á þjóðhátíðardaginn í Keflavíkurkirkju. Séra Fritz Már Jörgensson þjónar fyrir altari. Söngsveitin Ómur ásamt Arnóri Vilbergssyni sjá um tónlist og söng. Allir eru innilega velkomnir.

By |2020-06-15T08:13:16+00:0015. júní 2020 | 08:13|

Kyrrðarbæn í Keflavíkurkirkju 5.júní 2020

Kæru kyrrðarbænar vinir, föstudaginn 5.júní kl.12 - 12.20, verður kyrrðarbæn í Kapellu Keflavíkurkirkju. Albert Albertsson leiðir bænina. Það er dásamlegt að koma saman í íhugun og hljóðri bæn í lok viku. Nærast saman í þögn og hvíld og leggja allt það sem á hugum okkar og hjörtum hvílir í hendur Guðs. Allir inninlega velkomnir.

By |2020-06-04T10:22:33+00:004. júní 2020 | 10:22|

Sumarmessur á Suðurnesjum 2020

Kæru vinir, nú í sumar verður fjölbreytt messuhald á Suðurnesjum, kirkjurnar deila með sér messuhaldi þannig að það er hægt að finna fjölbreyttur messur á svæðinu í allt sumar þrátt fyrir sumarfrí. Njótum þess að fara á milli og heimsækja nágranna okkar. Hér að neðan er að finna dagskrá sumarsins.   31.maí. Hvítasunna  Ytri Njarðvíkurkirkja [...]

By |2020-05-31T10:54:11+00:0031. maí 2020 | 10:54|

Kvöldmessa á hvítasunnu

Rauður er litur hvítasunnunnar. Litur andans og kærleika, Gleðilega afmælishátíð er jafnan kveðjan á hvítasunnudegi er kristin kirkjan um allan heim fagnar fæðingarhátíð kirkjunnar. Á síðasta kvöldi maímánaðar, hvítasunnukvöldið 31. maí, verður messa í Keflavíkurkirkju kl. 20. Elmar Þór Hauksson syngur við undrleik Arnórs organista. Sr. Erla þjónar.    

By |2020-05-28T12:59:18+00:0028. maí 2020 | 12:59|

Kvöldmessa sunnudaginn 25.maí 2020

Kæru vinir, í kvöld sunnudaginn 24.maí kl.20 verður Guðsþjónusta í Keflavíkurkirkju. Við ætlum að eiga saman lágstemmda kvöldstund. Heyrum Guðs orð, biðjum og hlustum á fallega tónlist. Allir eru innilega velkomnir.

By |2020-05-24T10:22:47+00:0024. maí 2020 | 10:22|

Kvöldmessa í Keflavíkurkirkju á uppstigningardag

Kæru vinir, á fimmtudag 21.maí kl.20 - uppstigningardag verður kvöldmessa í Keflavíkurkirkju. Arnór Vilbergsson og Steinn Erlingsson sjá um að færa okkur tónlist og söng. Séra Fritz Már, þjónar fyrir altari. Komum saman og njótum notalegrar stundar með Guðs orði og fallegum tónum. Hlökkum til að eiga stundina með ykkur og að sjálfsögðu eru allir [...]

By |2020-05-19T09:48:01+00:0019. maí 2020 | 09:48|

Skráning í fermingarfræðslu 2020-2021 er hafin

Raræn skráning í fermingarfræðslu veturinn 2020-2021 er hafin. Mikilvægt er að fylla út í alla reiti og gæta þess að netföng séu rétt skráð. Linkurinn: http://www.keflavikurkirkja.is/ferming/skraning/ Allar upplýsingar um fermingarfræðslu í Keflavíkurkirkju og dagsetningar fermingadaga 2021 er að finna á heimasíðu Keflavíkurkirkju.    

By |2020-05-18T15:39:08+00:0018. maí 2020 | 15:34|