Bænir

Fjölskyldumessa og allra heilagra messa 5. nóvember kl. 11 og 20

Sunnudag 5. nóv. kl. 11 er fjölskyldumessa. Regnbogaraddir syngja undir stjórn Freydísar Kneifar, kórstjóra, við undirleik Arnórs organista. Bergrún, Grybos og Helga leiða stundina ásamt sr. Erlu og sr. Fritz. Súpa og brauð í boði í Kirkjulundi. Sunnudagskvöld 5. nóv kl. 20 er allra heilagra messa haldin hátíðleg. Starfsfólk Heilbrigðisstofnun Suðurnesja tekur þátt í messunni. Við [...]

By |2023-11-02T20:13:27+00:002. nóvember 2023 | 20:13|

Messa, sunnudagaskóli og einsöngur með orgelundirleik

Sunnudaginn 15. október kl. 11. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar, organista. Jónína Guðbjörg Jónsdóttir og Páll Reykdal eru messuþjónar. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar. Sunnudagaskóli á sama tíma undir leiðsögn Bergrúnar Daggar Bjarnadóttur, Alexanders Grybos og Helgu Sveinsdóttur. Súpa og brauð í boði í Kirkjulundi. Sunnudagskvöl 15. október kl. 20 Keflavíkurkirkja býður uppá tónleika [...]

By |2023-10-09T08:07:59+00:009. október 2023 | 08:07|

Messa og sunnudagaskóli 8. október kl. 11

Sunnudagur 8. október kl. 11 Sigurður Smári leiðir söng við gítarspil í sunnudagsmessu. Helgi Valdimar og Halldóra Steina eru messuþjónar. Sr. Erla þjónar. Á sama tíma er sunnudagaskóli í höndum Alexanders Grybos, Bergrúnar Daggar og Helgu. Boðið er upp á súpu og brauð í Kirkjulundi.

By |2023-10-03T21:35:17+00:003. október 2023 | 21:35|

Tólf sporin – andlegt ferðalag í Keflavíkurkirkju

Tólf sporin – andlegt ferðalag í Keflavíkurkirkju Kynningarfundur er mánudag 2. október kl. 19:30-21:30 í Kirkjulundi. Langar þig, eða þarftu, að taka til í lífi þínu? Þá eru Tólf sporin gott svar sem fullorðinsfræðsla er geymir innihaldsrík verkfæri. Fyrstu þrír fundir eru opnir, eftir það, 23. október, er unnið í lokuðum hópum. Starfið er þátttakendum [...]

By |2023-10-01T18:52:51+00:001. október 2023 | 18:52|

Göngumessa um gamla bæinn 9. júlí kl. 20

Á langtímaspá lofar himinn góðu sunnudagskvöldið 9. júlí kl. 20 er við höldum í árlega göngumessu um gamla bæinn í Keflavík. Helgi Valdimar Biering leiðir okkur í fróðleik á milli sögureita á elsta svæði Keflavíkur. Gengið verður frá kirkjutröppum. Arnór organisti kallar okkur í söng við ukulelespil. Sr. Erla biður bænir og blessar undir berum [...]

By |2023-07-03T12:57:41+00:003. júlí 2023 | 12:57|

Sjómannamessa í DUUS húsum 4. júní kl. 11

Sjómannamessa verður í Bíósal Duus Safnahúsa sjómannadaginn 4. júní kl. 11. Félagar úr Kór Keflavíkurkirkju leiða söng við undirspil og stjórn Alexanders Grybos. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar. Við lok stundar verður gengið að minnismerki sjómanna á Bakkalág við Hafnargötu og þar lagður blómakrans frá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis. Verið öll innilega velkomin að [...]

By |2023-05-30T10:07:51+00:0030. maí 2023 | 10:07|

Staða kynningar- og þjónustufulltrúa við Keflavíkurkirkju laust til umsóknar

Staða kynningar- og þjónustufulltrúa við Keflavíkurkirkju Laus er til umsóknar 75% staða kynningar- og þjónustufulltrúa við Keflavíkurkirkju, Kjalarnesprófastsdæmi.  Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfssvið og verkefni: Umsjón með kynningarmálum Keflavíkurkirkju m.a. á samfélagsmiðlum, heimasíðu og öðrum fjölmðlum. Utanumhald og þátttaka í athöfnum og viðburðum í kirkjunni. Umsjón með starfi sjálfboðaliða og hópa [...]

By |2023-05-24T11:39:22+00:0024. maí 2023 | 11:39|

(Mótor)hjólamessa – Annan í hvítasunnu kl. 20

Annar í hvítasunnu - 29. maí kl. 20 (Mótor)hjólamessa í Keflavíkurkirkju á öðrum í hvítasunnu. Þau sem hyggja á ferðalög í sumar eru sérstaklega velkomin og taka á móti fararblessun fyrir ferðalög sumarsins. Njótum góðrar samveru við ljúfan söng og góð orð. Sr. Fritz Már þjónar.

By |2023-05-23T13:22:44+00:0023. maí 2023 | 13:22|

Uppstigningardagur í Bessastaðakirkju 18.maí kl. 11

Á degi eldri borgara höldum við í heimsókn Bessastaðakirkju þar sem sameiginleg messa safnaðarins í Keflavík og á Álftanesi verður kl. 11. Eldey og Garðálfarnir, kórar eldri borgara á Suðurnesjum og Álftanesi, syngja undir stjórn Arnórs og Ásvaldar, organista. Sr. Hans Guðberg, prófastur, þjónar ásamt Vilborgu djákna, sr. Erlu og sr. Fritz Már. [...]

By |2023-05-19T09:39:44+00:0019. maí 2023 | 09:39|
Go to Top