„Auk oss trú“ sunnudagurinn 27. janúar kl. 11

/, Umhyggja, gleði og kraftur/„Auk oss trú“ sunnudagurinn 27. janúar kl. 11

„Auk oss trú“ segir í guðspjalli sunnudagsins 27. janúar en þau orð verða til umræðu í sunnudagsmessu kl. 11.

Að vanda eru það félagar úr Kór Keflavíkurkirkju ásamt Arnóri organista sem opna helgihaldið með fallegum tónum. Systa, Jóhanna og Helga leiða sunnudagaskólabörn í Kirkjulund til gæðastundar sunnudagskólans. Guðrún Hákonardóttir og Stefán Jónsson eru messuþjónar. Þórdís Lúðvíksdóttir og fermingarforeldrar reiða fram súpu með brauði sem Sigurjónsbakarí gefur. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar. Verið ætíð velkomin.

By |2019-01-22T09:30:06+00:0022. janúar 2019 | 09:28|
Þetta vefsvæði notast við vafrakökur. Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka. Ok