Forsíða 2018-09-02T12:43:19+00:00
Design

Fastir liðir

Frá og með 9.sept. eru messa og sunnudagaskóli í Keflavíkurkirkju kl. 11 alla sunnudaga. Kyrrðarstundir í Kapellu vonarinnar verða kl. 12 alla miðvikudaga frá og með 12.sept.

Options

Barna- og æskulýðsstarf

 Er öflugt í Keflavíkurkirkju og nær það til allra aldurshópa.

sjá nánar

Design

Tónlistarstarf

 Ríkulegt kóra- og tónlistarstarf er í Keflavíkurkirkju

sjá nánar

Options

Velferðarsjóður

Keflavíkurkirkja sér um Velferðarsjóð Suðurnesja í samstarfi við Hjálparstarf Kirkjunnar.

sjá nánar

Eide messa á sunnudag kl.11

Á sunnudag kl.11 er Eide messa í Keflavíkurkirkju, Sindre Eide er norskur prestur, sem unnið hefur stórvirki í að kynna trúartónlist fjarlægra þjóða með ólíkum hryn og sveiflu og laga að lútersku helgihaldi. Kikjukórinn okkar og Arnór organisti munu leiða okkur í söng og tónlist eftir Eide. Sr.Fritz Már þjónar á ásamt messu þjónum. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað undir stjórn Systu og hennar fólks. Eftir stundina verður boðið upp á yndissúpu ásamt brauði sem Sigurjón bakari færir okkur. Allir innilega velkomnir.

By | 19. september 2018 | 07:57|

Úgúlelemessa 16. september kl. 11

Sunnudaginn 16. september kl. 11 verður að vanda messa og sunnudagaskóli í Keflavíkurkirkju. Þó verður messan með öðrum hætti en vanalega. Arnór organisti ætlar að geyma orgelskóna þennan dag, draga fram úgúlele og leika undir söng Kórs Keflavíkurkirkju með því einfalda en einstaka hljóðfæri. Systa og sunnudagaskólaleiðtogar halda utan um barnastundina. Súpa og brauð borið fram af súpuþjónum og fermingarforeldrum. Sr. Erla Guðmundunsdóttir og messuþjónar bjóða ykkur velkomin og leiða messuna.

By | 11. september 2018 | 09:27|

Sunnudagaskóli og messa n.k. sunnudag 9. september

3. september 2018 | 09:07|

Kæru vinir, á sunnudaginn þ.9.september hefst guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl.11 í Keflavíkurkirkju. Sr.Fritz Már þjónar fyrir altari og Arnór og kór Keflavíkurkirkju leiða okkur í söng og fallegri tónlist. Systa og hennar fólk sjá um [...]

28. ágúst 2018 | 09:32|

Keflavíkurkirkja opnar kirkjudyr að lokinni flugeldasýningu á Ljósanótt. Hátíðargestum er boðið að koma í kirkju og upplifa innhaldsríka, líflega og létta gospelmessu kl. 23. Úr Garðabænum kemur Gospelkór Jóns Vídalíns ásamt Davíð Sigurgeirssyni, stjórnanda og [...]

Kvöldmessa með Vox Felix 26.ágúst kl.20.

20. ágúst 2018 | 10:23|

Sunnudagskvöld 26 ágúst n.k. kl.20, ætlum við að eiga saman góða stund í Keflavíkurkirkju, Arnór Vilbergsson mun leiða ungmennakór kirknanna á Suðurnesjum Vox Felix í stundinni sem munu færa okkur yndissöng í messuna. Sr.Fritz Már [...]

Skráning í Þjóðkirkjuna

Það er auðvelt að skrá sig í Þjóðkirkjuna. Smelltu hér til þess að fá nánari upplýsingar. Hægt er að fylla út eyðublað og senda til Þjóðskrár rafrænt.