Fastir liðir

Messa og sunnudagaskóli í Keflavíkurkirkju kl. 11 alla sunnudaga. Kyrrðarstund í Kapellu vonarinnar kl. 12 alla miðvikudaga.

Barna- og æskulýðsstarf

 Er öflugt í Keflavíkurkirkju og nær það til allra aldurshópa.

sjá nánar

Tónlistarstarf

 Ríkulegt kóra- og tónlistarstarf er í Keflavíkurkirkju

sjá nánar

Velferðarsjóður

Keflavíkurkirkja sér um Velferðarsjóð Suðurnesja í samstarfi við Hjálparstarf Kirkjunnar.

sjá nánar

  • jerusalem

Messa 26. febrúar

Messa og barnastarf klukkan 11. Messuþjónar taka á móti gestum og lesa ritningartexta. Kór Keflavíkurkirkju leiðir sálmasöng undir stjórn Arnórs Vilbergssonar og sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar. Sunnudagaskólinn verður að sjálfsögðu á sínum stað með Systu, Unni og Helgu. Boðið verður upp á súpu og brauð í Kirkjulundi að lokinni guðsþjónustu.

By |24. febrúar 2017 | 16:11|
  • REÁ

Biblíu- og konudagur

Á sunnudaginn kemur er Biblíudagurinn, dagur sem sérstaklega er helgaður bókinni sem breytti heiminum.   Þá jafnframt er konudagurinn en af því tilefni mun Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrum fermingarmamma hjá okkur, flytja hugleiðingu. Kórfélagar hafa valið að syngja sálma sem einungis er samdir af konum og syngja við undirleik Sævars Helga Jóhannssonar.   Eiginmaður sóknarprestsins ætlar að matreiða súpu og reiða fram við aðstoð fermingarforeldra en að vanda gefur Sigurjónsbakarí okkur brauðið.   Systa leiðir sunnudagaskólann ásamt Jóni Árna og Helgu.   Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar ásamt Guðrúnu Hákonardóttur og Stefáni Jónssyni, messuþjónum.

By |16. febrúar 2017 | 08:28|

Guðsþjónusta 12. febrúar

10. febrúar 2017 | 16:34

Er Jesús að tala fyrir kapítalisma í guðspjalli sunnudagsins? Það er textinn um talenturnar, Mattheus 25.14-30. Presturinn er að velta þessu fyrir sér. Er predikun næsta sunnudags einfaldlega, hver er sinnar gæfu smiður? Guðsþjónustan hefst [...]

Ummyndun á fjalli

31. janúar 2017 | 20:52

Ummyndun Jesú á fjallinu er til umræðu í predikun næsta sunnudag. Þá er messa kl. 11. Kórfélagar syngja undir stjórn Arnórs organista. Linda Gunnarsdóttir er messuþjónn en hjónin Jóhanna og Jóhann Sævar eru súpuþjónar ásamt [...]

Messa og sunnudagaskóli 29. janúar

25. janúar 2017 | 15:59

Það er allt að gerast í guðspjalli sunnudagsins! Jesús gengur á vatni út til lærisveina sinna sem eru á báti í óveðri. Þeir halda að hann sé vofa. Hann býður lærisveinum sínum að stíga út [...]

Rótarý- og Faxafélagar í messu

16. janúar 2017 | 11:22

Auk oss trú eru upphafsorð guðspjalls sunnudagsins 22. janúar. Þá kl. 11 er messa þar sem Rótarý- og Faxafélagar fjölmenna líkt og þeir gera ár hvert. Arnór leiðir kórfélagar og kirkjugesti í söng. Sr. Erla Guðmundsdóttir [...]

Skoða allar fréttir