Forsíða 2017-03-17T22:26:51+00:00
Design

Fastir liðir

Messa og sunnudagaskóli í Keflavíkurkirkju kl. 11 alla sunnudaga. Kyrrðarstund í Kapellu vonarinnar kl. 12 alla miðvikudaga.

Options

Barna- og æskulýðsstarf

 Er öflugt í Keflavíkurkirkju og nær það til allra aldurshópa.

sjá nánar

Design

Tónlistarstarf

 Ríkulegt kóra- og tónlistarstarf er í Keflavíkurkirkju

sjá nánar

Options

Velferðarsjóður

Keflavíkurkirkja sér um Velferðarsjóð Suðurnesja í samstarfi við Hjálparstarf Kirkjunnar.

sjá nánar

Pílagrímagagna sunnudaginn 9. júlí

Sunnudaginn 9. júlí verður farin pílagrímaganga að steinhellunni sem sr. Sigurður B. Sívertsen áði á í óveðri forðum tíð. Gengið verður frá Útskálakirkju og Keflavíkurkirkju kl 12:00. Gönguhóparnir mætast svo við Golfskálann í Garði og fá hressingu. Þá verður gengið frá Golfskálanum kl. 13:30 að steinhellunni, um einn kílómeter og þar er hægt að koma inn í gönguna. Við steinhelluna verður helgistund og þar segir Kristjana Kjartansdóttir frá sr. Sigurði og svaðilförum hans. Göngustjórar verða sr. Bára Friðriksdóttir og sr. Eva Björk Valdimarsdóttir.  Allt göngufólk hjartanlega velkomið!

By | 8. júlí 2017 | 17:29|

Kóngareið 1. júlí

Karlakvartettinn Kóngar mun hjóla í allar kirkjur á Suðurnesjum þann 1 júlí n.k. og taka lagið en markmiðið er að safna áheitum í orgelsjóð Keflavíkurkirkju. Kvartettinn skipa þeir Arnór B. Vilbergsson kantor Keflavíkurkirkju og stjórnandi, Elmar Þór Hauksson, Sveinn Sveinsson, Sólmundur Friðriksson og Kristján Jóhannsson, þó ekki óperusöngvarinn að norðan. Kóngar hafa ávallt verið stórhuga og upphaflega var meiningin að hjóla hringinn í kringum landið með viðkomu í völdum kirkjum og syngja nokkur lög en þar sem það var bæði tímafrekt kom upp sú hugmynd að hjóla í kirkjurnar á Reykjanesskaganum sem tilheyra Kjalarnesprófastdæmi.. Kóngar munu hjóla á milli kirkna [...]

By | 21. júní 2017 | 12:10|

Messa á sjómannadag

9. júní 2017 | 11:29

Messað verður á sjómannadag 11. júní nk. kl. 13:00 í Duus húsi líkt og vant er á þeim degi. Þá verður frumfluttur nýr sjómannasálmur, Siglt á djúp, eftir Arnór Vilbergsson organista og sr. Gunnþór Ingason. [...]

Sumarmessur á Suðurnesjum

29. maí 2017 | 13:57

Í sumar verður messuhald bæði með hefðbundnum og óhefðbundnum hætti og ættu allir að finna helgihald við sitt hæfi. Hér er hægt að sjá hvar og hvenær hægt er að sækja messur. Við hvetjum ykkur [...]

Kvöldmessa með Vox Felix

28. maí 2017 | 13:50

Köldmessa í Keflavíkurkirkju sunnudaginn 28. maí kl. 20. Við ætlum að vera á hugljúfum og léttum nótum með Vox Felix félögum. Arnór og Erla leiða stundina í söngvum, bænum og biblíufrásögn

Uppstigningardagur í Keflavíkurkirkju

23. maí 2017 | 15:09

Fimmtudagurinn 25. maí er uppstigningardagur. Það var í tíð hr. Péturs Sigurgeirssonar biskups Íslands, að ákveðið var að tileinka öldruðum daginn. Víða er því öldruðum sérstaklega boðað til helgihalds á þessum degi. Í Keflavíkurkirkju verður guðsþjónusta kl. [...]

Skoða allar fréttir