Fastir liðir yfir vetrarmánuði

Messa og sunnudagaskóli í Keflavíkurkirkju kl. 11 alla sunnudaga. Kyrrðarstund í Kapellu vonarinnar kl. 12 alla miðvikudaga.

Barna- og æskulýðsstarf

 Er öflugt í Keflavíkurkirkju og nær það til allra aldurshópa.

sjá nánar

Tónlistarstarf

 Ríkulegt kóra- og tónlistarstarf er í Keflavíkurkirkju

sjá nánar

Velferðarsjóður

Keflavíkurkirkja sér um Velferðarsjóð Suðurnesja í samstarfi við Hjálparstarf Kirkjunnar.

sjá nánar

  • líkþráir

Ljósasálmar og líkþráir menn

Ljósasálmar verða þema sunnudagsmessunnar, 28. ágúst kl. 11, í Keflavíkurkirkju. Félagar úr Kór Keflavíkurkirkju syngja sálma sem allir segja frá ljósinu í tilefni þess að Ljósanótt er handan við hornið. Arnór organisti leiðir kórinn. Sr. Eva Björk er prestur. Guðspjall dagsins fjallar um tíu líkþráa menn. Verið þið velkomin.

By |25. ágúst 2016 | 09:38|
  • fermingarmessa

Morgunmessa með fermingarbarni

Sunnudaginn 21. ágúst kl. 11 er messa í Keflavíkurkirkju. Fermingarstúlkan Ísabella Sóley Einarsdóttir mun ganga að altarinu og játa því að hafa Jesú Krist að sem leiðtoga í lífi sínu. Félagar úr Kór Keflavíkurkirkju syngja undir stjórn Arnórs organista. Sr. Erla er prestur.   Útvarpað verður frá Hljóðbylgju Suðurnesja fm 101.2

By |19. ágúst 2016 | 19:46|

Arnór, Elmar og Erla í kvöldmessu

11. ágúst 2016 | 11:07

Sunnudagskvöldið 14. ágúst kl. 20 verður kósýkvöldmessa í Kapellu vonarinnar. Elmar Þór mun syngja af sinni einlægni, Arnór organisti leika undir og Erla flytja predikun útfrá texta í Matteusarguðspjalli sem enda á þessum orðum:  Menn [...]

Kvöldganga og kvöldkaffi

5. ágúst 2016 | 11:48

Fyrr í sumar aflýstum við hreyfanlegri helgistund vegna rigningar þegar ætlunin var að ganga um slóðir Keflavíkurkirkju. Þar sem himinn lofar góðu sunnudagskvöldið 7. ágúst kl. 20 verður göngumessa um gamla bæinn í Keflavík. Gengið [...]

Lesmessa á sunnudagskvöldið

14. júlí 2016 | 16:15

Sunnudagskvöldið 17. júlí verður lesmessa í Kapellu vonarinnar klukkan átta. Orðið verður í aðalhlutverki og verður lesið úr nokkrum bókum Biblíunnar sem fjalla um ferðir fólks. Að lokum munum við biðjum fyrir ferðalöngum sumarsins. Verið velkomin.

Púttmessa

9. júlí 2016 | 19:15

Næsta sunnudag verður Púttmessa klukkan 12:30 á púttvellinum Mánagötu. Hún hefst á helgistund í upphafi, svo er haldið púttmót og að lokum verður kaffi og verðlaunaafhending í Kirkjulundi. Sólmundur Friðriksson sér um tónlistarfluttning í Kirkjulundi, [...]

Skoða allar fréttir