Fastir liðir

Messa og sunnudagaskóli í Keflavíkurkirkju kl. 11 alla sunnudaga. Kyrrðarstund í Kapellu vonarinnar kl. 12 alla miðvikudaga.

Barna- og æskulýðsstarf

 Er öflugt í Keflavíkurkirkju og nær það til allra aldurshópa.

sjá nánar

Tónlistarstarf

 Ríkulegt kóra- og tónlistarstarf er í Keflavíkurkirkju

sjá nánar

Velferðarsjóður

Keflavíkurkirkja sér um Velferðarsjóð Suðurnesja í samstarfi við Hjálparstarf Kirkjunnar.

sjá nánar

  • adventuhatid

Annar sunnudagur í aðventu

Ljósamessa og sunnudagaskóli kl. 11:00 – Ljósamessa þar sem fermingarbörn lesa ritningartexta sem tengjast aðventu og jólum og tendra ljós. Kór Keflavíkurkirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista. Prestur er sr. Eva Björk Valdimarsdóttir. Söngur, sögur og gleði í barnastarfinu. Umsjón Systa, Helga og Unnur. Samfélag, súpa og brauð í Kirkjulundi eftir messu. Tímamótaaðventukvöld kl. 20:00 – Páll V. Bjarnason, arkitekt og Keflvíkingur, flytur hugleiðingu og Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir formaður sóknarnefndar flytur stutt ávarp í tilefni af því að framkvæmdum er lokið á kirkjuskipinu. Kórfélagar syngja hátíðlega jólasálma. Prestarnir leiða stundina. Á eftir býður sóknarnefnd uppá kaffi og smákökur.  

By |1. desember 2016 | 16:30|
  • 800px-jesaja_michelangelo_2

Fyrsti sunnudagur í aðventu

Léttmessa og sunnudagaskóli kl. 11:00 –  Félagar úr kór Keflavíkurkirkju leiða sálmasöng undir píanóleik Sævars Helga Jóhannssonar og sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar. Nemendur úr tónlistarskóla Reykjanesbæjar þau Ísak Þór Place, Lovísa Ýr Andradóttir, Lovísa Lóa Annelsdóttir og Inga Jódís Kristjánsdóttir leika á hljóðfæri. Boðið verður uppá súpu og brauð að lokinni messu. Aðventuhátíð kl. 20:00 – Eldeyjarkórinn, kór eldri borgara flytur fallega jóla- og aðventutónlist. Ólafur Helgi Kjartansson flytur hugleiðingu. Prestarnir og organistarnir leiða dagskránna.

By |25. nóvember 2016 | 14:17|

Aðventu- og jólahátíð í Keflavíkurkirkju

25. nóvember 2016 | 08:26

Aðventuhátíð í Keflavíkurkirkju 27. nóvember - fyrsti sunnudagur í aðventu Kl. 11 - Léttmessa Kl. 20 - Friður frelsarans – Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri flytur hugleiðingu. Eldeyjarkórinn syngur 4. desember - annar sunnudagur í aðventu [...]

…í fangelsi var ég og þér komuð til mín

18. nóvember 2016 | 00:46

Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð [...]

Sorgin og fjölskyldan

16. nóvember 2016 | 12:45

Vigfús Bjarni Alberbertsson flytur erindi sem ber yfirskriftina Sorgin og fjölskyldan í Keflavíkurkirkju mánudagskvöldið 28. nóvember klukkan 20:00. Vigfús Bjarni er sjúkrahúsprestur á Landsspítalanum háskólasjúkrahúsi og hefur starfs síns vegna mætt fólki við erfiðar aðstæður og fylgt [...]

Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.

9. nóvember 2016 | 08:38

Sunnudagurinn 13. nóvember er Kristniboðsdagur Þjóðkirkjunnar. Að vanda er messa og sunnudagkóli kl. 11. Súpuþjónar og fermingarforeldrar reiða fram súpu og brauð. Kórfélagar syngja undir stjórn Arnórs organista. Sr. Erla þjónar.   Í guðspjallið Kristniboðsdagsins [...]

Skoða allar fréttir