Forsíða2018-09-02T12:43:19+00:00
Design

Fastir liðir

Frá og með 9.sept. eru messa og sunnudagaskóli í Keflavíkurkirkju kl. 11 alla sunnudaga. Kyrrðarstundir í Kapellu vonarinnar verða kl. 12 alla miðvikudaga frá og með 12.sept.

Options

Barna- og æskulýðsstarf

 Er öflugt í Keflavíkurkirkju og nær það til allra aldurshópa.

sjá nánar

Design

Tónlistarstarf

 Ríkulegt kóra- og tónlistarstarf er í Keflavíkurkirkju

sjá nánar

Options

Velferðarsjóður

Keflavíkurkirkja sér um Velferðarsjóð Suðurnesja í samstarfi við Hjálparstarf Kirkjunnar.

sjá nánar

Rótarýmessa og sunnudagaskóli 19. janúar kl. 11

Sunnudaginn 19. janúar kl. 11 verður árleg Rótarýmessa í Kelfavíkurkirkju. Félagi Rótarýklúbbs Keflavíkur, fráfarandi menningarfulltrúi og menningarverðlaunahafi Reykjanesbæjar 2019, Valgerður Guðmundsdóttir flytur hugleiðingu. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjóra Arnórs Vilbergssonar, organista. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar. Jóhanna, Helga og Ingi Þór halda utan um sunnudagaskólasamveru á sama tíma. Súpuþjónar og fermingarforeldrar reiða fram súpu og Sigurjónsbrauð í Kirkjulundi að lokinni messu.  

By |13. janúar 2020 | 08:26|

Messa og sunnudagaskóli

Sunnudaginn 12.janúar kl.11 verður messa í Keflavíkurkirkju. Séra Fritz Már þjónar fyrir altari. Kór Keflavíkurkirkju leiðir söng undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista. Guðspjallið kemur frá Mattheusi guðspjallamanni og segir okkur frá því þegar Jesú kom til skírnar í ánni Jórdan. Sunnudagaskóli verður á sama tíma undir stjórn Helgu, Jóhönnu og Inga. Eftir stundirnar verður að venju súpusamfélag í Kirkjulundi. Allir eru innilega velkomnir.

By |6. janúar 2020 | 08:54|

Áramót í Keflavíkurkirkju

30. desember 2019 | 08:36|

Á gamlársdag er hátíðarmessa kl.16 í Keflavíkurkirkju.  Séra Fritz Már þjónar fyrir altari. Á nýársdag er hátíðarmessa kl.14, séra Erla Guðmundsdóttir þjónar fyrir altari, ræðumaður dagsins er Kjartan Kjartansson bæjarstjóri. Kór Keflavíkurkirkju leiðir tónlist og [...]

Nú mega jólin koma fyrir mér

9. desember 2019 | 09:07|

Nú mega jólin koma fyrir mér. sunnudaginn 15.desember verður helgistund í Keflavíkurkirkju kl.11. Við njótum þess saman að syngja inn jólin með fallegum jólasöngvum sem Arnór Vilbergsson organisti og félagar úr Kirkjukór Keflavíkurkirkju leiða. Séra [...]

Annar sunnudagur í aðventu

3. desember 2019 | 08:39|

Sunnudagurinn 8. desember kl. 11 Árlega jólaball Keflavíkurkirkju hefst með kertatendringu, bæn og söng í kirkjunni. Því næst er haldið í Kirkjulund þar sem hljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar leiðir söngva er dansað verður í kringum fagurskreytt [...]

Skráning í Þjóðkirkjuna

Það er auðvelt að skrá sig í Þjóðkirkjuna. Smelltu hér til þess að fá nánari upplýsingar. Hægt er að fylla út eyðublað og senda til Þjóðskrár rafrænt.