Forsíða2018-09-02T12:43:19+00:00
Design

Fastir liðir

Frá og með 9.sept. eru messa og sunnudagaskóli í Keflavíkurkirkju kl. 11 alla sunnudaga. Kyrrðarstundir í Kapellu vonarinnar verða kl. 12 alla miðvikudaga frá og með 12.sept.

Options

Barna- og æskulýðsstarf

 Er öflugt í Keflavíkurkirkju og nær það til allra aldurshópa.

sjá nánar

Design

Tónlistarstarf

 Ríkulegt kóra- og tónlistarstarf er í Keflavíkurkirkju

sjá nánar

Options

Velferðarsjóður

Keflavíkurkirkja sér um Velferðarsjóð Suðurnesja í samstarfi við Hjálparstarf Kirkjunnar.

sjá nánar

Göngumessa um gamla bæinn sunnudagskvöldið 21. júní

Himinn lofar góðu sunnudagskvöldið 21. júní kl. 20 er við höldum í árlega göngumessu um gamla bæinn í Keflavík. Helgi Valdimar Biering leiðir okkur í fróðleik á milli sögureita á elsta svæði Keflavíkur. Gengið verður frá kirkjutröppum. Arnór organisti kallar okkur í söng við ukulelespil. Sr. Erla biður bænir og blessar undir berum himni. Að lokinni göngu sameinumst við í kvöldkaffi í garði sóknarprestsins á Brunnstíg. Verið velkomin í hreyfanlega helgistund og saman myndum við gott samfélg í Jesú nafni.

By |18. júní 2020 | 09:28|

Messa 17. júní 2020

Miðvikudaginn 17.júní verður hátíðarmessa í Keflavíkurkirkju kl.12.00. Við höldum upp á þjóðhátíðardaginn í Keflavíkurkirkju. Séra Fritz Már Jörgensson þjónar fyrir altari. Söngsveitin Ómur ásamt Arnóri Vilbergssyni sjá um tónlist og söng. Allir eru innilega velkomnir.

By |15. júní 2020 | 08:13|

Sumarmessur á Suðurnesjum 2020

31. maí 2020 | 10:54|

Kæru vinir, nú í sumar verður fjölbreytt messuhald á Suðurnesjum, kirkjurnar deila með sér messuhaldi þannig að það er hægt að finna fjölbreyttur messur á svæðinu í allt sumar þrátt fyrir sumarfrí. Njótum þess að [...]

Kvöldmessa á hvítasunnu

28. maí 2020 | 12:59|

Rauður er litur hvítasunnunnar. Litur andans og kærleika, Gleðilega afmælishátíð er jafnan kveðjan á hvítasunnudegi er kristin kirkjan um allan heim fagnar fæðingarhátíð kirkjunnar. Á síðasta kvöldi maímánaðar, hvítasunnukvöldið 31. maí, verður messa í Keflavíkurkirkju [...]

Skráning í Þjóðkirkjuna

Það er auðvelt að skrá sig í Þjóðkirkjuna. Smelltu hér til þess að fá nánari upplýsingar. Hægt er að fylla út eyðublað og senda til Þjóðskrár rafrænt.