Forsíða 2017-03-17T22:26:51+00:00
Design

Fastir liðir

Messa og sunnudagaskóli í Keflavíkurkirkju kl. 11 alla sunnudaga. Kyrrðarstund í Kapellu vonarinnar kl. 12 alla miðvikudaga.

Options

Barna- og æskulýðsstarf

 Er öflugt í Keflavíkurkirkju og nær það til allra aldurshópa.

sjá nánar

Design

Tónlistarstarf

 Ríkulegt kóra- og tónlistarstarf er í Keflavíkurkirkju

sjá nánar

Options

Velferðarsjóður

Keflavíkurkirkja sér um Velferðarsjóð Suðurnesja í samstarfi við Hjálparstarf Kirkjunnar.

sjá nánar

Minningarmessu sem var frestað vegna veðurs verður sunnudainn 25. feb. kl. 11

Vegna veðurs var minningarmessu, sem áður var auglýst frestað. Komandi sunnudag verður því guðsþjónustan kl.11 helguð von í minningu þeim örlagaríka sjóslyssdegi 8. janúar 1988 er Bergþór KE5 sökk. Tveir úr áhöfninni fórust en þrír björguðust. Í nærveru aðstandenda, áhafnarmeðlima er komust af og kirkjugesta verður sagan sögð af Bylgju Dís Gunnarsdóttur sem einnig mun flytja einsöng.  Kórfélagar syngja undir stjórn Arnórs organista. Sunnudagaskóli verður á sínum stað á sama tíma. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar. Messu- og súpuþjónar ásamt  fermingarforeldrum sinna mikilvægri þjónustu. Verið öll velkomin að þiggja súpu og Sigurjónsbrauð í lokin.

By | 19. febrúar 2018 | 10:34|

Konudagsmessa í Keflavíkurkirkju

Sunnudaginn 18. ferúar verður konudagsmessa í Keflavíkurkirkju kl.11:00, sr.Fritz Már þjónar ásamt messuþjónunum Ólöfu Sveinsdóttur og Kristni Þór Jakobssyni. Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir (Sigga Stína) flytur okkur konudagshugvekjuna í ár. Sunnudagaskólinn er á sínum stað á sama tíma undir styrkri leiðsögn Systu, Helgu, Jóhönnu og Jóns Árna. Eftir samveruna er konudagssúpa í boði ásamt nýbökuðu brauði frá Sigurjónsbakaríi sem Jón Ísleifsson færir okkur. Allir innilega velkomnir.

By | 12. febrúar 2018 | 12:43|

Bjúgnaveisla eftir kyrrðarstund á miðvikduag 14. febrúar

12. febrúar 2018 | 11:45|Slökkt á athugasemdum við Bjúgnaveisla eftir kyrrðarstund á miðvikduag 14. febrúar

Kæru vinir á miðvikudaginn verður kyrrðarstund að venju í Kapellu vonarinnar, prestar og organisti leiða stundina, Steinn Erlingsson mun syngja fyrir okkur bæði í stundinni og eins í samverunni eftir hana þegar við fögnum 103 [...]

Minningarmessu frestað

11. febrúar 2018 | 10:27|Slökkt á athugasemdum við Minningarmessu frestað

Vegna slæmrar veðurspár er messunni, sem átti að vera til minningar um sjóslysið er Bergþór KE5 fórst 8. janúar 1988, frestað um óákveðinn tíma. En verið velkomin að sækja helgistund og sunnudagaskóla kl. 11 í Keflavíkurkirkju

Í minningu – sunnudaginn 11. febrúar. kl. 11

5. febrúar 2018 | 10:56|Slökkt á athugasemdum við Í minningu – sunnudaginn 11. febrúar. kl. 11

Kristin trú gerði akkerið að vonarinnar tákni. Sunnudagsguðsþjónustan, kl.11, verður helguð von í minningu þeim örlagaríka sjóslyssdegi 8. janúar 1988 er Bergþór KE5 sökk. Tveir úr áhöfninni fórust en þrír björguðust. Í nærveru aðstandenda, áhafnarmeðlima er [...]

Guðsþjónusta sunnudaginn 4. febrúar kl.11.

29. janúar 2018 | 12:11|Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónusta sunnudaginn 4. febrúar kl.11.

Í guðspjalli sunnudagsins 4. Febrúar sem er úr Lúkasarguðspjalli heyrum við af sáðningu sáðmannsins og hvernig sumt fellur í góðan jarðveg og vex og dafnar, á meðan annað fellur í verri jarðveg, og skrælnar og [...]

Skoða allar fréttir