Forsíða 2018-02-23T18:18:39+00:00
Design

Fastir liðir

Messa og sunnudagaskóli í Keflavíkurkirkju kl. 11 alla sunnudaga. Kyrrðarstund í Kapellu vonarinnar kl. 12 alla miðvikudaga.

Options

Barna- og æskulýðsstarf

 Er öflugt í Keflavíkurkirkju og nær það til allra aldurshópa.

sjá nánar

Design

Tónlistarstarf

 Ríkulegt kóra- og tónlistarstarf er í Keflavíkurkirkju

sjá nánar

Options

Velferðarsjóður

Keflavíkurkirkja sér um Velferðarsjóð Suðurnesja í samstarfi við Hjálparstarf Kirkjunnar.

sjá nánar

Árleg púttmessa sunnudaginn 8. júlí kl. 13

Hin árlega púttmessa verður sunnudagurinn 8. júlí kl. á púttvellinum við Mánagötu. Í beinu framhaldi af helgistund hefst púttmótið en verðlaunaafhending fer fram í Kirkjulundi þar sem samtímis verður boðið uppá kaffi og meðlæti. Dói og Baldvin munu leika á harmónikkur sínar í helgistund sem og í Kirkjulundi. Verið velkomin að rækta líkama og sál á sumardegi. Púttari og prestur er sr. Erla Guðmundsdóttir

By | 3. júlí 2018 | 07:48|

Guðsþjónusta með skírn og fermingu 1. Júlí kl.11:00

Kæru vinir, sunnudaginn 01. júlí er guðsþjónusta kl.11:00, í Keflavíkurkirkju, stundin verður einstök að því leyti að við berum barn til skírnar og síðan munu tvær stúlkur staðfesta Jesú sem leiðtoga lífs síns og fermast. Sr. Fritz Már þjónar fyrir altari og félagar úr Vox Felix sjá um tónlistina. Allir innilega velkomnir í sumarmessu í Keflavíkurkirkju.

By | 27. júní 2018 | 21:25|

Hátíðarmessa í Keflavíkurkirkju 17. júní

11. júní 2018 | 10:17|

Sunnudaginn 17. júní á þjóðhátíðardaginn verður hátíðarguðsþjónusta í Keflavíkurkirkju kl.12.30. Sr Fritz Már Jörgensson þjónar ásamt messuþjónum. Kór keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista. Allir innilega velkomnir.

Kvöldgöngumessa 10. júní kl. 20

4. júní 2018 | 08:18|

Helgihaldið okkar er með allt öðrum hætti á sumrin er venjan er yfir vetur. Sunnudagskvöldið 10. júní kl. 20 verður kvöldgöngumessa frá Keflavíkurkirkju. Við höldum af stað frá kirkjutröppum kl. 20. Sr. Erla og Arnór [...]

Sumarmessur á Suðurnesjum

31. maí 2018 | 11:29|

Kæru vinir, nú í sumar verður fjölbreytt messuhald á Suðurnesjum, kirkjurnar deila með sér messuhaldi þannig að það er hægt að finna fjölbreyttur messur á svæðinu í allt sumar þrátt fyrir sumarfrí. Njótum þess að [...]

Skráning í Þjóðkirkjuna

Það er auðvelt að skrá sig í Þjóðkirkjuna. Smelltu hér til þess að fá nánari upplýsingar. Hægt er að fylla út eyðublað og senda til Þjóðskrár rafrænt.