Sunnudagaskóli fellur niður vegna Covid 19
Forsíða2020-07-04T17:17:33+00:00
Design

Fastir liðir

Nú er sumardagskrá kirknanna á Suðurnesjum hafin. Það er hægt að finna messur á Suðurnesjum alla sunnudaga. En upplýsingar um messutíma má finna hér á síðunni. Gleðilegt sumar.

Options

Barna- og æskulýðsstarf

 Er öflugt í Keflavíkurkirkju og nær það til allra aldurshópa.

sjá nánar

Design

Tónlistarstarf

 Ríkulegt kóra- og tónlistarstarf er í Keflavíkurkirkju

sjá nánar

Options

Velferðarsjóður

Keflavíkurkirkja sér um Velferðarsjóð Suðurnesja í samstarfi við Hjálparstarf Kirkjunnar.

sjá nánar

Sunnudagaskóli fellur niður vegna Covid-19

Kæru vinir Í ljósi ástandsins sem nú er uppi vegna Covid-19 höfum við ákveðið að fella sunnudagaskólann niður n.k. sunnudag. Fylgist endilega með okkur hér á facebook og á heimasíðunni til að fá upplýsingar um framhaldið. Kærleikskveðja prestarnir

By |16. október 2020 | 09:26|

Sorgerindi í Keflavíkurkirkju – Fellur niður vegna Covid-19. Stefnum á 4.nóvember í staðinn verður auglýst síðar.

Kæru vinir, miðvikudaginn 7.október kl.17.30 verður fyrsta sorgarerindi haustsins í Keflavíkurkirkju. Þá mun Dr.Bjarni Karlsson sálgætir og fyrrum prestur í Laugarneskirkju koma til okkar og fjalla um atvinnuleysi og sorg. Atvinnuleysi veldur oft áföllum í lífi fólks. og hefur mikil áhrif á líf þess, og fjölskyldur þeirra er missa vinnu. Ótti við framtíðina, tekjumissi og jafnvel fátækt er eitthvað sem fólk þarf að glíma við auk þess sem lífið allt breytist. Allir eru innilega velkomnir.

By |2. október 2020 | 08:42|

Messa og sunnudagaskóli 4. október kl. 11

28. september 2020 | 18:39|

Sunnudagur 4. október kl. 11 er messa og sunnudagaskóli í Keflavíkurkirkju. Félagar úr Kór Keflavíkurkirkju syngja undir stjórn Arnórs Vilbergssonar, organista. Jóhanna María, Helga og Ingi Þór leiða sunnudagaskólann. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar.

Messa og sunnudagaskóli á ný

15. september 2020 | 10:12|

Sunnudaginn 20. september kl. 11 verður messa og sunnudagaskóli. Félagar úr Kór Keflavíkurkju syngja undir stjórn Arnórs organista. Jóhanna María, Ingi Þór og Helga leiða sunnudagaskólann. Sr. Erla þjónar.

Skráning í Þjóðkirkjuna

Það er auðvelt að skrá sig í Þjóðkirkjuna. Smelltu hér til þess að fá nánari upplýsingar. Hægt er að fylla út eyðublað og senda til Þjóðskrár rafrænt.

Go to Top