Forsíða2018-09-02T12:43:19+00:00
Design

Fastir liðir

Frá og með 9.sept. eru messa og sunnudagaskóli í Keflavíkurkirkju kl. 11 alla sunnudaga. Kyrrðarstundir í Kapellu vonarinnar verða kl. 12 alla miðvikudaga frá og með 12.sept.

Options

Barna- og æskulýðsstarf

 Er öflugt í Keflavíkurkirkju og nær það til allra aldurshópa.

sjá nánar

Design

Tónlistarstarf

 Ríkulegt kóra- og tónlistarstarf er í Keflavíkurkirkju

sjá nánar

Options

Velferðarsjóður

Keflavíkurkirkja sér um Velferðarsjóð Suðurnesja í samstarfi við Hjálparstarf Kirkjunnar.

sjá nánar

Fyrsti sunnudagur í aðventu

Á sunnudaginn er fyrsti sunnudagur í aðventu, við byrjum kl.11 um morguninn með ljósamessu þar sem fermingarbörn ásamt barna og unglingakór kirkjunnar eru í aðalhlutverki og að sjálfsögðu kveikjum við á fyrsta aðventukertinu. Sr. Fritz Már þjónar ásamt messuþjónum og Arnór stjórnar tónlistinni af sinni alkunnu snilld. Eftir guðsþjónustu njótum við samfélags í Kirkjulundi og bjóða sóknarnefnd og foreldrar fermingarbarna upp á góða súpu og brauð frá Sigurjónsbakaríi. Um kvöldið kl.20 verður svo aðventukvöld í kirkjunni sem við köllum: Englakór frá himnahöll enda verður Eldeyjarkórinn þar í aðalhlutverki og munu þau syngja fyrir okkur hin af hjartans list og leiða okkur [...]

By |26. nóvember 2018 | 11:25|

Úgúlelemessa síðasta sunnudag kirkjuársins

Á þessum síðasta sunnudegi kirkjuársins, 25. nóvember kl. 11, verður að vanda sunnudagaskóli en messan verður þó með öðrum hætti en vanalega. Arnór organisti ætlar að geyma orgelskóna en draga fram úgúlele og leika undir söng Kórs Keflavíkurkirkju með því einfalda en einstaka hljóðfæri. Systa, Helga og Jóhanna hafa umsjón með sunnudagaskólanum. Súpa og brauð borið fram af súpuþjónum og fermingarforeldrum. Harpa Jóhannsdóttir er messuþjónn og sr. Erla Guðmundunsdóttir þjónar.

By |20. nóvember 2018 | 09:28|

Eide messa og sunnudagaskóli

14. nóvember 2018 | 08:24|

Á sunnudag kl.11 er Eide messa í Keflavíkurkirkju, Sindre Eide er norskur prestur, sem unnið hefur stórvirki í að kynna trúartónlist fjarlægra þjóða með ólíkum hryn og sveiflu og laga að lútersku helgihaldi. Kikjukórinn okkar og [...]

11.11. kl. 11 Kristniboðsdagurinn

7. nóvember 2018 | 20:34|

Sunnudagur 11. nóvember kl. 11 býður uppá messu í Keflavíkurkirkju á Kristniboðsdegi í kærleiksþjónustu. Kór Keflavíkurkirkju syngur við gítarleik Sigurðar Smára Hanssonar. Helga Jakobsdóttir og Þórey Eyþórsdóttir eru messuþjónar. Sunnudagaskólinn með söng, biblíusögu og bæn [...]

Söfnunarkvöld fermingarbarna 5. nóvember

5. nóvember 2018 | 12:45|

Kæri Keflavíkursöfnuður   Fermingarbörn Keflavíkurkirkju munu ganga í hús í söfnuðinum í kvöld, 5. nóvember frá kl. 17:30, og safna fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar. Þetta er árleg söfnun fermingarbarna um allt land fyrir vatnsbrunnum í [...]

Skráning í Þjóðkirkjuna

Það er auðvelt að skrá sig í Þjóðkirkjuna. Smelltu hér til þess að fá nánari upplýsingar. Hægt er að fylla út eyðublað og senda til Þjóðskrár rafrænt.

Þetta vefsvæði notast við vafrakökur. Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka. Ok