Forsíða2018-09-02T12:43:19+00:00
Design

Fastir liðir

Frá og með 9.sept. eru messa og sunnudagaskóli í Keflavíkurkirkju kl. 11 alla sunnudaga. Kyrrðarstundir í Kapellu vonarinnar verða kl. 12 alla miðvikudaga frá og með 12.sept.

Options

Barna- og æskulýðsstarf

 Er öflugt í Keflavíkurkirkju og nær það til allra aldurshópa.

sjá nánar

Design

Tónlistarstarf

 Ríkulegt kóra- og tónlistarstarf er í Keflavíkurkirkju

sjá nánar

Options

Velferðarsjóður

Keflavíkurkirkja sér um Velferðarsjóð Suðurnesja í samstarfi við Hjálparstarf Kirkjunnar.

sjá nánar

Konudagsmessa 23.febrúar kl.11

Sunnudaginn 23 febrúar kl.11 verður konudagsmessa og sunnudagaskóli í Keflavíkurkirkju kl.11. Konurnar í kór Keflvíkurkirkju munu sjá um söng undir stjórn Arnórs Vilbergssonar. En á sama tíma verða karlarnir á fullu í eldhúsinu að útbúa súpu fyrir súpusamfélagið sem verður í Kirkjulundi eftir messu. Séra Fritz Már þjónar fyrir altari ásamt Jóhönnu og Jóhanni sem verða messuþjónar. Helga, Jóhanna og Ingi sjá um sunnudagaskólann á sama tíma. Allir eru innilega velkomnir.

By |17. febrúar 2020 | 10:19|

Biblíudagurinn 16. febrúar kl. 11

Guðspjall Biblíudagsins, sem er sunnudagurinn 16. febrúar, fjallar um sáðmann og fræ… fræin eru orð Guðs og það er okkar að taka á móti þeim. Að vanda er messa og sunnudagaskóli  á sama tíma kl. 11. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs organista. Linda Gunnarsdóttir messuþjónnn mun taka á móti kirkjugestum og lesa ritningartexta. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar. Án ef verður stuð í sunnudagaskólanum í umsjón Jóhönnu Maríu, Inga Þórs og Helgu. Súpuþjónarog fermingarforeldrar reiða fram súpu og  Sigurjónsbrauð að lokinni athöfn.

By |10. febrúar 2020 | 11:35|

Skráning í Þjóðkirkjuna

Það er auðvelt að skrá sig í Þjóðkirkjuna. Smelltu hér til þess að fá nánari upplýsingar. Hægt er að fylla út eyðublað og senda til Þjóðskrár rafrænt.