Forsíða2018-09-02T12:43:19+00:00
Design

Fastir liðir

Frá og með 9.sept. eru messa og sunnudagaskóli í Keflavíkurkirkju kl. 11 alla sunnudaga. Kyrrðarstundir í Kapellu vonarinnar verða kl. 12 alla miðvikudaga frá og með 12.sept.

Options

Barna- og æskulýðsstarf

 Er öflugt í Keflavíkurkirkju og nær það til allra aldurshópa.

sjá nánar

Design

Tónlistarstarf

 Ríkulegt kóra- og tónlistarstarf er í Keflavíkurkirkju

sjá nánar

Options

Velferðarsjóður

Keflavíkurkirkja sér um Velferðarsjóð Suðurnesja í samstarfi við Hjálparstarf Kirkjunnar.

sjá nánar

Eide messa og sunnudagaskóli

Á sunnudag kl.11 er Eide messa í Keflavíkurkirkju, Sindre Eide er norskur prestur, sem unnið hefur stórvirki í að kynna trúartónlist fjarlægra þjóða með ólíkum hryn og sveiflu og laga að lútersku helgihaldi. Kikjukórinn okkar og Arnór organisti munu leiða okkur í söng og tónlist eftir Eide. Sr.Fritz Már þjónar á ásamt messuþjónum. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað undir stjórn Systu og hennar fólks. Eftir stundina verður boðið upp á yndissúpu ásamt brauði sem Sigurjón bakari færir okkur. Allir innilega velkomnir.

By |14. nóvember 2018 | 08:24|

11.11. kl. 11 Kristniboðsdagurinn

Sunnudagur 11. nóvember kl. 11 býður uppá messu í Keflavíkurkirkju á Kristniboðsdegi í kærleiksþjónustu. Kór Keflavíkurkirkju syngur við gítarleik Sigurðar Smára Hanssonar. Helga Jakobsdóttir og Þórey Eyþórsdóttir eru messuþjónar. Sunnudagaskólinn með söng, biblíusögu og bæn er í höndum og hjarta Helgu, Unnar og Skúla Freys. Prestakallinn ásamt fermingarmæðrunum Guðný Ósk og Dröfn reiða fram súpu og brauð frá Sigurjónsbakarí og er öllum velkomið að dvelja í borðsamfélagi.

By |7. nóvember 2018 | 20:34|

Söfnunarkvöld fermingarbarna 5. nóvember

5. nóvember 2018 | 12:45|

Kæri Keflavíkursöfnuður   Fermingarbörn Keflavíkurkirkju munu ganga í hús í söfnuðinum í kvöld, 5. nóvember frá kl. 17:30, og safna fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar. Þetta er árleg söfnun fermingarbarna um allt land fyrir vatnsbrunnum í [...]

KFUM&KFUK messa 28. október kl. 11

23. október 2018 | 13:39|

Sérstök KFUM&KFUK messa verður sunnnudaginn 28. október kl. 11. Félagar og leiðtogar í KFUM og KFUK á Suðurnesjum taka virkan þátt í messunni. Þá mun Karlakór KFUM heiðrar okkur með nærveru sinni og söng undir [...]

Skráning í Þjóðkirkjuna

Það er auðvelt að skrá sig í Þjóðkirkjuna. Smelltu hér til þess að fá nánari upplýsingar. Hægt er að fylla út eyðublað og senda til Þjóðskrár rafrænt.

Þetta vefsvæði notast við vafrakökur. Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka. Ok