Fastir liðir

Messa og sunnudagaskóli í Keflavíkurkirkju kl. 11 alla sunnudaga. Kyrrðarstund í Kapellu vonarinnar kl. 12 alla miðvikudaga.

Barna- og æskulýðsstarf

 Er öflugt í Keflavíkurkirkju og nær það til allra aldurshópa.

sjá nánar

Tónlistarstarf

 Ríkulegt kóra- og tónlistarstarf er í Keflavíkurkirkju

sjá nánar

Velferðarsjóður

Keflavíkurkirkja sér um Velferðarsjóð Suðurnesja í samstarfi við Hjálparstarf Kirkjunnar.

sjá nánar

  • ferming 2

Léttmessa 29. maí kl. 11

Sunnudaginn 29. maí kl. 11 verður messa með léttu sniði þar sem fermingarbörnum 2017 og fjölskyldum er sérstaklega boðið. Ungmennakórinn Vox Felix syngur undir stjórn Arnórs organista. Prestar eru Erla og Eva Björk. Messan fer fram í Kirkjulundi, safnaðarheimili Keflavíkurkirkju vegna framkvæmda í kirkjuskipi.   Skráning í fermingarfræðslu 2016-2017 er hafin og er hún með rafrænum hætti. Formið er að finna á keflavikurkirkja.is/ferming/skraning   Þá hefur verið stofnaður facebook hópur fyrir fermingarbörn og fjölskyldur 2016-2017 https://www.facebook.com/groups/1044769318922292/?fref=ts  

By |27. maí 2016 | 09:29|
  • njarðvíkurkirkja

Vorferð Keflavíkurkirkju

Þá er komið að árlegri vorferð Keflavíkurkirkju og ætlum við að heimsækja hina sögufrægu Njarðvíkurkirkju, Innri Njarðvík. Við fræðumst um kirkjuna, heyrum Biblíusögu og Systa mætir með gítarinn þannig að það verður eitthvað fyrir alla, unga sem eldri. Eftir stund í kirkjunni verður farið í lautarferð og er fólk hvatt til að koma með nesti og klætt eftir veðri. Við hittumst öll við kirkjudyr kl. 11:00 með bros á vör!

By |19. maí 2016 | 14:03|

Vortónleikar

17. maí 2016 | 10:07

Kór Keflavíkurkirkju heldur vortónleika sína í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 19. maí. Efnisskrá þessara tónleika ber þess merki að kórinn heldur í söngferð til Ítalíu í júní. Aðgangseyrir er einungis kr. 500 og rennur í ferðasjóð [...]

Vortónleikar Vox Felix

13. maí 2016 | 15:47

Nú er komið að því!  Vortónleikar Vox Felix verða haldnir 17. Maí næstkomandi klukkan 20:00 i í safnaðarheimilinu við Keflavíkurkirkju. Nú verðum við ekki ein því við höfum fengið krakkana úr Skapandi starfi Keflavíkurkirkju til liðs [...]

13. maí 2016 | 14:00

Hvítasunnudag kl. 11 er messa í Kirkjulundi, safnaðarheimili Keflavíkurkirkju. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs organista. Prestur er Erla Guðmundsdóttir

Fjölskyldumessa á Barnamenningarhátíð

6. maí 2016 | 12:05

Líf og fjör verður í Kirkjulundi sunnudaginn 8. maí klukkan 11 í tilefni af Barnamenningarhátíð Reykjanesbæjar. Börn verða í aðalhlutverki og mikið fjör. Krakkar úr skapandi starfi kirkjunnar koma fram og brasshópur tónlistarskólanns mun spila nokkur [...]

Skoða allar fréttir