Forsíða2018-09-02T12:43:19+00:00
Design

Fastir liðir

Frá og með 9.sept. eru messa og sunnudagaskóli í Keflavíkurkirkju kl. 11 alla sunnudaga. Kyrrðarstundir í Kapellu vonarinnar verða kl. 12 alla miðvikudaga frá og með 12.sept.

Options

Barna- og æskulýðsstarf

 Er öflugt í Keflavíkurkirkju og nær það til allra aldurshópa.

sjá nánar

Design

Tónlistarstarf

 Ríkulegt kóra- og tónlistarstarf er í Keflavíkurkirkju

sjá nánar

Options

Velferðarsjóður

Keflavíkurkirkja sér um Velferðarsjóð Suðurnesja í samstarfi við Hjálparstarf Kirkjunnar.

sjá nánar

Fjölskylduguðsþjónusta í Keflavíkurkirkju 21.október

Sunnudaginn 21.október kl.11, verður fjölskylduþjónusta í Keflavíkurkirkju, við verðum með fullt af skemmtilegu, sr.Fritz Már þjónar ásamt messuþjónum og fermingarbörnum. Njótum saman skemmtilegrar stundar með söng og gleði. Að stundinni lokinni reiða foreldrar fermingarbarna fram dásemdarsúpu í kirkjulundi í boði sóknarnefndar. Jón okkar Ísleifsson kemur með brauð sem Sigurjónasbakarí gefur að venju. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

By |16. október 2018 | 14:23|

Taize messa 14. október kl. 11

Sunnudaginn 14. október kl.11 verður taize messa í Keflavíkurkirkju. Slík messa á uppruna sinn að rekja til Suður Frakklands nánar tiltekið til bæjarins Taizé. Kórfélagar, undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista, syngja taize sálma sem byggist á endurteknu söngstefi sem kallar fram hughrif kyrrðar. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar. Fermingarforeldrar reiða fram súpu. Jón Ísleifsson kemur með brauð sem Sigurjónsbakarí gefur. Systa og sunnudagaskólaleiðtogar halda uppi fræðslu og fjöri fyrir yngri sem eldri í sunnudagaskólasamfélagi.

By |8. október 2018 | 10:36|

Írsk messa sunnudaginn 30. september kl. 11

26. september 2018 | 09:03|

Síðasta dag septembermánaðar verður boðið uppá írska messu kl. 11 í Keflavíkurkirkju. Arnór organisti hefur útsett og æft með kórfélögum írska sálma með íslenskum textum. Sr. Erla þjónar ásamt messuþjónunum Helgu og Þórey. Þórdís og [...]

Eide messa á sunnudag kl.11

19. september 2018 | 07:57|

Á sunnudag kl.11 er Eide messa í Keflavíkurkirkju, Sindre Eide er norskur prestur, sem unnið hefur stórvirki í að kynna trúartónlist fjarlægra þjóða með ólíkum hryn og sveiflu og laga að lútersku helgihaldi. Kikjukórinn okkar og [...]

Skráning í Þjóðkirkjuna

Það er auðvelt að skrá sig í Þjóðkirkjuna. Smelltu hér til þess að fá nánari upplýsingar. Hægt er að fylla út eyðublað og senda til Þjóðskrár rafrænt.

Þetta vefsvæði notast við vafrakökur. Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka. Ok