Forsíða2018-09-02T12:43:19+00:00
Design

Fastir liðir

Frá og með 9.sept. eru messa og sunnudagaskóli í Keflavíkurkirkju kl. 11 alla sunnudaga. Kyrrðarstundir í Kapellu vonarinnar verða kl. 12 alla miðvikudaga frá og með 12.sept.

Options

Barna- og æskulýðsstarf

 Er öflugt í Keflavíkurkirkju og nær það til allra aldurshópa.

sjá nánar

Design

Tónlistarstarf

 Ríkulegt kóra- og tónlistarstarf er í Keflavíkurkirkju

sjá nánar

Options

Velferðarsjóður

Keflavíkurkirkja sér um Velferðarsjóð Suðurnesja í samstarfi við Hjálparstarf Kirkjunnar.

sjá nánar

Lopapeysumessa og sunnudagaskóli 20 janúar..

Á sunnudaginn verður lopapeysumessa í Keflavíkurmessu í tilefni af þorramánuði sem hefst í næstu viku. Sr.Fritz Már þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Arnór leiðir karlana í kór kirkjunnar og kirkjugesti í söng en konurnar verða uppteknar við súpugerð og bakstur þar sem þær ætla að bjóða í súpu og hjónabandssælu eftir messu. Sunnudagaskólinn undir styrkri stjórn Systu verður á sínum stað. Eftir stundina er öllum boðið til samveru og máltíðar í Kirkjulundi. Allir innilega velkomnir.

By |16. janúar 2019 | 22:58|

Messa, sunnudagaskóli og súpusamfélag 13. janúar kl. 11

Sunnudaginn 13. janúar kl. 11 verður allt með hefðbundnum hætti í Keflvíkurkirkju. Messa með söng kórfélaga við stjórn Arnórs organista. Ásamt sunnudagaskóla í umsjón Systu, Helgu og Jóhönnu Maríu er bjóða uppá gæðastund. Guðspjall þessa sunnudags segir frá er Jesús var skírður í ánni Jórdan af Jóhannesi og himnarnir opnuðust. Linda Gunnarsdóttir er messuþjónn og sr. Erla predikar, biður og blessar. Borðsamfélag er í höndum fermingarforeldra sem bera súpu og brauð fyrir öll sem koma.

By |8. janúar 2019 | 11:17|

Nú mega jólin koma fyrir mér..

10. desember 2018 | 10:39|

Sunnudagurinn 16. des. kl. 11:00. Nú mega jólin koma fyrir mér. Guðsþjónusta í keflavíkurkirkju, við syngjum saman jólalögin og heyrum guðsorð. Arnór Vilbergsson organist leiðir okkur í söng. Sr.Fritz Már Jörgensson þjónar ásamt messuþjónum. Njótum [...]

Fyrsti sunnudagur í aðventu

26. nóvember 2018 | 11:25|

Á sunnudaginn er fyrsti sunnudagur í aðventu, við byrjum kl.11 um morguninn með ljósamessu þar sem fermingarbörn ásamt barna og unglingakór kirkjunnar eru í aðalhlutverki og að sjálfsögðu kveikjum við á fyrsta aðventukertinu. Sr. Fritz [...]

Skráning í Þjóðkirkjuna

Það er auðvelt að skrá sig í Þjóðkirkjuna. Smelltu hér til þess að fá nánari upplýsingar. Hægt er að fylla út eyðublað og senda til Þjóðskrár rafrænt.

Þetta vefsvæði notast við vafrakökur. Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka. Ok