Fastir liðir

Messa og sunnudagaskóli í Keflavíkurkirkju kl. 11 alla sunnudaga. Kyrrðarstund í Kapellu vonarinnar kl. 12 alla miðvikudaga.

Barna- og æskulýðsstarf

 Er öflugt í Keflavíkurkirkju og nær það til allra aldurshópa.

sjá nánar

Tónlistarstarf

 Ríkulegt kóra- og tónlistarstarf er í Keflavíkurkirkju

sjá nánar

Velferðarsjóður

Keflavíkurkirkja sér um Velferðarsjóð Suðurnesja í samstarfi við Hjálparstarf Kirkjunnar.

sjá nánar

  • bleikt_keflavikurkirkja

Önnur bleik og hin hefðbundin

Sunnudaginn 30. október eru tvær messur í Keflavíkurkirkju. Sú  fyrri er hefðbundin og hefst að venju kl. 11. Kórfélagar syngja undir stjórn Arnórs organista. Sr. Erla predikar útfrá Matteusarguðspjalli þar sem við erum minnt á að íhuga hverjum við gjöldum tolla í lífinu. Súpuþjónar og fermingarforeldrar reiða fram súpu og brauð. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað á sama tíma og þar verður Sakkeus kynntur til leiks. Síðari messa er svokölluð bleikmessa og hefst hún kl. 20. Síðustu ár hefur Keflavíkurkirkja verið upplýst bleikum lit í októbermánuði sem tileinkaður baráttunni gegn krabbameini. Messan er í samstarfi við Krabbameinsfélag Suðurnesja. Kórfélagar syngja [...]

By |25. október 2016 | 21:23|
  • 70x7

70×7

Já, 70x7 kemur fram í guðspjallartexta 23. október. Þessar tölur verða því til umræðu í predikun á þeim degi í messu kl. 11 í Keflavíkurkirkju. Súpuþjónar og fermingarforeldar reiða fram súpu og brauð. Arnór og Kórfélagar leiða söng. Sr. Erla þjónar. Systa, Jóhanna og Helga verða í sunnudagaskólanum en þangað koma Rebbi og Vaka skjaldbaka í heimsókn. Verið öll velkomin

By |20. október 2016 | 08:48|

Dagur heilbrigðisþjónustu í kirkjunni

14. október 2016 | 12:18

Í sunnudagsmessunni í Keflavíkurkirkju þann 16. október kl. 11 verður sérstaklega beðið fyrir heilbrigðisþjónustunni. Eva Björk Valdimarsdóttir prédikar og þjónar ásamt messuþjónum. Organisti er Arnór Vilbergsson og kór Keflavíkurkirkju leiðir sönginn. Eftir messu verður boðið uppá súpu Kirkjulundi. [...]

Gleði, gleði, gleði…

7. október 2016 | 17:10

Hamingja og heilsa verður yfirskrift messu sunnudagsins. Hvað er hamingja og hvernig verðum við hamingjusöm? Séra Eva Björk Valdimarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Keflavíkurkirkju syngur gleðisöngva undir styrkri stjórn Arnórs Vilbergssonar organista. Sunnudagaskólinn verður [...]

Loksins, loksins!

29. september 2016 | 12:29

Loksins, loksins er orgelið aftur tengt eftir langa fjóra mánuði. Organistinn búinn að sitja við það og æfa alla vikuna. Allir velkomnir að njóta tónanna í messu á sunnudaginn kl. 11. Sunnudagaskólinn er á sama [...]

Heilsu- og hamingjuvika

28. september 2016 | 20:34

      Mánudagurinn 3. október Bænaganga kl. 18 Bænaganga frá kirkjutröppum. Prestarnir leiða gönguna um elsta hluta Keflavíkur, farið verður með og sungin gömul og ný bænavers. Miðvikudagurinn 5. október Kyrrðarstund kl. 12 Kyrrðarstund [...]

Skoða allar fréttir